Bandaríkjamaðurinn Bryan Barberena byrjaði fyrstu lotu á að sparka aðeins í Gunnar sem lét það ekki slá sig út af laginu.
Gunnar Nelson kveikti í O2 Arena þegar hann náði að setja Bryan Barberena upp við búrið og þar náði Gunnar nokkrum laglegum höggum.
GUNNAR NELSON GETS THE SUB IN ROUND 1 🔒 #UFC286 pic.twitter.com/lG0czs43Nk
— ESPN MMA (@espnmma) March 18, 2023
Í kjölfarið fór bardaginn í gólfið þar sem Gunnar var ofan á og þá var bara spurning hvort Bryan Barberena myndi lifa lotuna af eða ekki. Barberena gafst upp þegar tíu sekúndur voru eftir af lotunni og Gunnar fagnaði sigri.
Þetta var annar sigur Gunnars í röð og verður áhugavert að fylgjast með hver næsti andstæðingur Gunnars verður.