„Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 15. mars 2023 23:15 Hörður Axel, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs. „Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira
„Varnarlega fyrir mér, „outstanding“. Þær hittu ekki vel heldur, Valur, sem að auðvitað hjálpar til en varnarlega mjög mikil ákefð, allar tilbúnar að taka við af næstu ef hún missti mann frá sér. Liðsheildin varnarlega var það sem skaraði fram úr, fannst mér, í dag.“ Hörður sagði fyrir leik að liðið myndi breyta út af vananum þegar kom að pressu í varnarleiknum. „Við vorum að pressa aðeins öðruvísi. Við vorum meira frá miðju. Við munum alltaf spila af „aggression“ og ákefð. Það er það sem við stöndum fyrir en við vorum kannski ekki að opna okkur eins mikið á fullan völl eins og við höfum verið að gera. En að halda þessu liði í 55 stigum er bara frábært.“ Hörður er mjög ánægður með þá breidd sem hann hefur yfir að ráða í sínum leikmannahóp. „Við erum með mjög djúpan hóp og eins og er eru allar að skila sínu. Í hverjum einasta leik er einhver ný sem stígur upp. Það er æðislegt fyrir liðið en erfitt fyrir mig að finna mínútur fyrir allar sem eiga það skilið. Eins og til dæmis Hjördís sem er búin að standa sig frábærlega í allan vetur en fær ekki að koma inn á völlinn í dag sem mér þykir rosalega erfitt.“ „Auðvitað er ég að reyna að finna mínútur sem allar eiga skilið og á sama tíma er ég stelpunum mjög þakklátur fyrir það að hvort sem þær eru innan eða utan vallar þá eru þær í þessu saman og styðja hvor aðra og leggja sig fram hundrað prósent. Meira getur maður ekki farið fram á.“ Hörður virðist eitthvað vera farinn að huga að úrslitakeppninni sem er skammt undan en það eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppninni. „Við spiluðum við Hauka, Njarðvík og Val allt í einni röð í fyrsta sinn í vetur. Við settum þetta upp svolítið eins og úrslitakeppni og að undirbúa okkur undir að hún kæmi. Ég gerði það líka eftir að við töpuðum á móti Njarðvík og lagði áherslu á að vera tilbúin, þegar úrslitakeppnin kemur, að tapa leikjum. Þá þarf maður að vera með gullfiskaminni til að fara með inn í næsta leik. Mér fannst við gera það í þessum leik.“ Hörður passar sig þó á að hann og liðið fari ekki of geyst og hugsi fyrst um þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni. „Deildin er ennþá í gangi og við ætlum að gera okkar besta í öllum leikjum þangað til og ekkert að fara fram úr sjálfum okkur. Það eru þrír leikir eftir við byrjum á ÍR á sunnudaginn og eins og er er það mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Valur 70-55 | Heimakonur áfram á toppnum eftir stórsigur Það var búist við hörkuleik þegar tvö efstu lið Subway deildar kvenna, Keflavík og Valur, mættust í Blue-höllinni í Keflavík fyrr í kvöld. Eftir jafnan leik í fyrri hálfleik og framan af síðari hálfleik náði Keflavík að sigla fram úr og vinna nokkuð þægilegan sigur 70-55. 15. mars 2023 21:55