Hefði getað endað með fimm manna jarðarför á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2023 20:04 Fjölskyldan á Eyrarbakka þar sem kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu inn í þvottahúsi. Þetta eru þau Birna og Ívar Björgvinsson, ásamt sonum sínum, þeim Daníel Erni 12 ára og Ívan Gauta 11 ára. Á myndina vantar Hlyn Fannar, 17 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimm manna fjölskylda á Eyrarbakka átti fótum sínum fjör að launa þegar kviknaði í út frá hlaupahjóli, sem var í hleðslu á heimilinu. Húsið fylltist fljótt af reyk og er óíbúðarhæft vegna mikils sóts. Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409 Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Bruninn varð seint á sunnudagskvöld, strákarnir þrír á heimilinu voru sofnaðir en hjónin voru enn þá vakandi og kettirnir og hundarnir. Hlaupahjólið var í hleðslu inn í þvottahúsi þar sem eldurinn kviknað út frá því. „Þetta er þannig að rafhlaðan sjálf er í stýrinu og svo kemur rör, þannig að þetta var eiginlega rörasprengja,“ segir Birna Gylfadóttir, húsmóðir á heimilinu. Mjög mikill hávaði fylgdi sprengjunni og allt fylltist af reyk einn, tveir og þrír, sem fór um allt húsið. „Hefðum við verið sofnuð eða eitthvað, ég veit að það er ljótt að segja það en ætli það hafi ekki endað í fimm manna jarðarför hefði engin vaknað. Fólk verður að taka þessu alvarlega, ég er skíthrædd við þetta en við hugsuðum, „það kemur ekkert fyrir mig“, bætir Birna við. En hver er lærdómur fjölskyldunnar af brunanum? „Ég sagði að það yrði aldrei keypt svona rafmagnshjól aftur og þá sagði Ívar maðurinn minn „Þú færð ekki heldur rafmagnsbíl“. Svo kom í ljós að við erum ekki tryggð fyrir þessu og það var náttúrulega einn einn skellur en málið er að fólkið hérna í kringum okkur, fólk, sem við þekkjum ekki einu sinni er að hjálpa okkur og við erum bara búin að vera rosalega klökk,“ segir Birna og bætir við. „Mig langar svo að fólkið setji sig í samband við mig á Facebook því ég verð að geta þakkað því stuðninginn og hlýjar kveðjur.“ Rafmangshlaupahjólið, sem kviknað í en það er af gerðinni Tt-2t Electric Scooter.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kviknar í húsinu. „Nei, heyrðu, ég er nú búin að biðja alla guði, sem eru til að kvótinn okkar sé nú búin í þessu því það kviknaði í hjá okkur út frá rafmagni í þvottahúsinu 2014, einmitt í mars, 31. mars, ég vona bara að þetta sé búið, þetta er komið gott,“ segir Birna. Söfnun er hafin fyrir fjölskylduna en ekki er vitað hvenær hún getur flutt aftur inn í húsið. Það eru foreldrar barna í 7. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, sem settu hana af stað. Öllum er velkomið að styrkja fjölskylduna með fjárframlagi og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsupplýsingar söfnunarinnar eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0370-26-025500 Kennitala: 0607862409
Árborg Rafhlaupahjól Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira