Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. mars 2023 18:08 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, velti fyrir sér tilgangi fundarins sem boðaður var í dag. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. Lindarhvolsmálið var enn og aftur til umræðu á Alþingi í dag en þó nokkrir tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á sjötta tímanum i dag. Þar kom meðal annars fram að fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi hafi verið boðaður á fund nefndar eftir helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók fyrst til máls og greindi frá ákvörðun meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um að boða settan ríkisendurskoðanda á fund. Það hafi vakið furðu þar sem forseti Alþingis hefur neitað að birta greinagerð um Lindarhvolsmálið. „Og nú getum við spurt: Hvað ætlum við að ræða við settan ríkisendurskoðanda? Á að kalla manninn til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða? Til að vitna í skjal sem hann má ekki vitna í? Hér er um mikla sýndarmennsku að ræða af hálfu meirihlutans sem ætlar að skreyta sig einhverjum gagnsæisfjöðrum til að halda mögulega tilgangslausasta fund þingsögunnar,“ sagði Þórhildur Sunna og hlátrarsköll heyrðust úr sal. Setti hnefann í borðið Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls, þar á meðal Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins. Inga Sæland velti því upp hvernig það stæði á því að verið væri að gera lítið úr ríkisendurskoðanda með því að kalla greinargerðina „vinnuplögg“ og „drög“. „Við erum kjörnir fulltrúar. Hvers lags fíflagangur er þetta með fullri virðingu, háttvirtir þingmenn og virðulegur forseti, ég botna hvorki upp né niður í þessu. Og það er skilyrðislaust, skilyrðistlaust, að það á að birta þessa skýrslu!“ Heyra mátti hvatningarorðin „heyr heyr“ undir ræðu Ingu Sæland, sem bókstaflega setti hnefann í borðið til að leggja áherslu á mál sitt í pontunni. Vísuðu ummælum um farsa til heimahúsanna Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, svaraði að hluta fyrir fundarboðið. „Við erum að fara að fjalla um skýrsluna og þeim er frjálst hvað þeir koma með. Við setjum fram spurningar og þeir verða að svara eftir því. Ég mótmæli því algjörlega að við séum að setja upp einhvern farsa af því að þetta er bara framhald af þeirri vinnu sem var sett af stað á síðasta kjörtímabili og ekkert óeðlilegt við það,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, velti því þá fyrir sér hvort að sumir þingmenn hefðu ekki áttað sig á hvað yrði sett á dagskrá og Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það frekar farsa af hálfu stjórnarandstöðunnar að kalla vikum saman eftir skjali sem samkvæmt lögum megi ekki birta. „Mjög alvarlegar og endregnar athugasemdir“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ákvað þá að grípa inn í. „Forseti vill geta þess, að ástæða þess að talið hefur verið töluvert viðurhlutamikið af hálfu þingsins að birta þessa greinargerð setts ríkisendurskoðanda, eru mjög alvarlegar og eindregnar athugasemdir sem komið hafa frá ríkisendurskoðanda sem tók við verkefninu sumarið 2018, lauk því 2020.“ „Bæði núverandi ríkisendurskoðandi og forveri hans hafa gert mjög miklar athugasemdir við það þegar áform voru uppi af hálfu forsætisnefndar þingsins að birta þetta skjal,“ sagði hann. Hann segir að ríkisendurskoðandi hafi vísað til laga um ríkisendurskoðun varðandi afhendingu gagna. Eins hafi ríkisendurskoðandi lýst því yfir að hann teldi birtingu á greinargerðinni fela í sér inngrip á starfsemi stofnunarinnar. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Lindarhvolsmálið var enn og aftur til umræðu á Alþingi í dag en þó nokkrir tóku til máls undir liðnum fundarstjórn forseta á sjötta tímanum i dag. Þar kom meðal annars fram að fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi hafi verið boðaður á fund nefndar eftir helgi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók fyrst til máls og greindi frá ákvörðun meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um að boða settan ríkisendurskoðanda á fund. Það hafi vakið furðu þar sem forseti Alþingis hefur neitað að birta greinagerð um Lindarhvolsmálið. „Og nú getum við spurt: Hvað ætlum við að ræða við settan ríkisendurskoðanda? Á að kalla manninn til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða? Til að vitna í skjal sem hann má ekki vitna í? Hér er um mikla sýndarmennsku að ræða af hálfu meirihlutans sem ætlar að skreyta sig einhverjum gagnsæisfjöðrum til að halda mögulega tilgangslausasta fund þingsögunnar,“ sagði Þórhildur Sunna og hlátrarsköll heyrðust úr sal. Setti hnefann í borðið Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls, þar á meðal Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins. Inga Sæland velti því upp hvernig það stæði á því að verið væri að gera lítið úr ríkisendurskoðanda með því að kalla greinargerðina „vinnuplögg“ og „drög“. „Við erum kjörnir fulltrúar. Hvers lags fíflagangur er þetta með fullri virðingu, háttvirtir þingmenn og virðulegur forseti, ég botna hvorki upp né niður í þessu. Og það er skilyrðislaust, skilyrðistlaust, að það á að birta þessa skýrslu!“ Heyra mátti hvatningarorðin „heyr heyr“ undir ræðu Ingu Sæland, sem bókstaflega setti hnefann í borðið til að leggja áherslu á mál sitt í pontunni. Vísuðu ummælum um farsa til heimahúsanna Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, svaraði að hluta fyrir fundarboðið. „Við erum að fara að fjalla um skýrsluna og þeim er frjálst hvað þeir koma með. Við setjum fram spurningar og þeir verða að svara eftir því. Ég mótmæli því algjörlega að við séum að setja upp einhvern farsa af því að þetta er bara framhald af þeirri vinnu sem var sett af stað á síðasta kjörtímabili og ekkert óeðlilegt við það,“ sagði hún. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, velti því þá fyrir sér hvort að sumir þingmenn hefðu ekki áttað sig á hvað yrði sett á dagskrá og Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það frekar farsa af hálfu stjórnarandstöðunnar að kalla vikum saman eftir skjali sem samkvæmt lögum megi ekki birta. „Mjög alvarlegar og endregnar athugasemdir“ Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, ákvað þá að grípa inn í. „Forseti vill geta þess, að ástæða þess að talið hefur verið töluvert viðurhlutamikið af hálfu þingsins að birta þessa greinargerð setts ríkisendurskoðanda, eru mjög alvarlegar og eindregnar athugasemdir sem komið hafa frá ríkisendurskoðanda sem tók við verkefninu sumarið 2018, lauk því 2020.“ „Bæði núverandi ríkisendurskoðandi og forveri hans hafa gert mjög miklar athugasemdir við það þegar áform voru uppi af hálfu forsætisnefndar þingsins að birta þetta skjal,“ sagði hann. Hann segir að ríkisendurskoðandi hafi vísað til laga um ríkisendurskoðun varðandi afhendingu gagna. Eins hafi ríkisendurskoðandi lýst því yfir að hann teldi birtingu á greinargerðinni fela í sér inngrip á starfsemi stofnunarinnar.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36 Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Gefst ekki upp og leggur aðra fyrirspurn fyrir þingforseta Þrátt fyrir að Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, hafi síðastliðinn mánudag með atkvæðagreiðslu í þinginu verið bannað að spyrja þingforseta um greinargerð fyrrverandi ríkisendurskoðanda um Lindarhvol lætur hann ekki deigan síga og hefur enn á ný beint fyrirspurnum til forseta Alþingis um málið. 9. mars 2023 15:36
Synjun birtingar þrengi verulega að möguleikum þingmanna til eftirlits Þingmaður Viðreisnar segir synjun birtingar á greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol setja þingmenn í erfiða stöðu og hafa þrengt að möguleikum þeirra til að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu líkt og þeim ber að gera. 8. mars 2023 15:20