Löng röð myndaðist fyrir utan nýja sýningu RAX í Hamborg Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. mars 2023 08:01 Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, er einn virtasti ljósmyndari landsins. Í gær opnaði hann sýninguna Where the World is Melting í Hamborg. Vísir/Vilhelm Í gær opnaði Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, sýninguna Where the World is Melting í Hamborg í Þýskalandi. RAX hefur síðustu áratugi skrásett þær dramatísku breytingar sem orðið hafa á norðurslóðum samhliða hlýnun jarðar og vonast hann til þess að verk hans opni augu sýningargesta. Um er að ræða eina yfirgripsmestu sýningu RAX en hann hefur sett upp sambærilegar sýningar síðustu ár, bæði hér á landi og í München, og hafa viðtökurnar verið frábærar. Nú hefur sýningin verið opnuð í Deichtorhallen í Hamborg, einu virtasta listasafni Þýskalands. „Þetta er svona sýnishorn af því sem ég hef verið að gera síðustu ár, svona brot af hinu og þessu, íslensku jöklunum, Grænlandi, Síberíu og í rauninni bara sýnishorn af norðurslóðunum,“ segir RAX í samtali við Vísi. Ein af myndum RAX sem hann tók á Grænlandi árið 2019.Ragnar Axelsson/RAX „Svolítið eins og að mála málverk á 17. öld“ Sýningin samanstendur af yfir 120 einstökum ljósmyndum RAX sem veita persónulega innsýn inn í hans mikilvæga ævistarf. Síðustu fjörutíu ár hefur hann myndað fólk, dýr og landslag afskekktustu svæða norðurslóða. Þannig hefur hann fengið að kynnast því af eigin raun hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa haft á bæði náttúruna sjálfa og íbúa svæðanna. „Þetta er svolítið eins og að mála málverk á 17. öld. Þá var engin myndavél til, þannig við hefðum aldrei vitað hvernig lífið var á þeim tíma ef þessi málverk væru ekki til. Það er það sama með norðurslóðir, það er svo kalt þar og það er dýrt að fara, þannig að það fer enginn þangað. Þannig að þessar myndir sýna frosin augnablik í sögunni sem aldrei koma aftur.“ Á sýningunni er að finna yfir 120 af myndum RAX.Aðsend Stoltastur af því að myndirnar hreyfi við fólki Formleg opnun var í gærkvöldi og stendur sýningin yfir til 18. júní næstkomandi. Samhliða sýningunni gefur RAX út ljósmyndabók en í henni er meðal annars að finna fyrstu myndir RAX sem hann tók aðeins 10 ára gamall. RAX segist ekki eiga sér neitt uppáhalds verk á sýningunni, enda ómögulegt að gera upp á milli barnanna sinna eins og hann orðar það sjálfur. „Öll verkin mynda saman eina heild og það er það sem talar til fólks.“ Ein af myndunum á sýningunni, tekin á Grænlandi árið 2019.Ragnar Axelsson/RAX Hann segist vera stoltastur af því að verk hans opni augu fólks. Hann verður oftar en ekki var við það að sýningargestir verði slegnir yfir þróuninni sem blasir við þeim á myndunum. Ég fæ stundum að heyra að fólki finnist þetta fallegt og ég hef þá svarað því: „Ef þetta er fallegt, viltu þá að það hverfi?“. Það er svona pælingin. „Ég er stoltur að sjá hvað sýningin skilur eftir hjá fólki. Þá finnur maður að það sem maður er að reyna að segja er að skila sér. Stundum finnst manni svolítið eins og maður sé að tala út í tómið og allir séu hættir að hlusta. Þannig ég er ánægður að sjá hvað fólk tekur sýningunni vel,“ segir RAX að lokum. Löng röð myndaðist og var um klukkutíma bið eftir því að fá að komast inn á safnið.Aðsend Fjöldi fólks var samankominn á sýningaropnuninni í gærkvöldi.Aðsend RAX hefur sagt sögurnar á bak við margar af myndunum á sýningunni í þáttunum RAX Augnablik hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að horfa á alla þættina hér. RAX Ljósmyndun Menning Þýskaland Tengdar fréttir „Ég lofaði þeim að birta þetta ekki fyrr en eftir þeirra dag“ „Ég var alltaf með myndavélina um hálsinn,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem byrjaði að taka myndir ungur að aldri. 24. apríl 2022 07:00 360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. 31. desember 2021 07:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Hinn sérlegi verndari Biggi maus mætti í fiskabúrið Tónlist Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Um er að ræða eina yfirgripsmestu sýningu RAX en hann hefur sett upp sambærilegar sýningar síðustu ár, bæði hér á landi og í München, og hafa viðtökurnar verið frábærar. Nú hefur sýningin verið opnuð í Deichtorhallen í Hamborg, einu virtasta listasafni Þýskalands. „Þetta er svona sýnishorn af því sem ég hef verið að gera síðustu ár, svona brot af hinu og þessu, íslensku jöklunum, Grænlandi, Síberíu og í rauninni bara sýnishorn af norðurslóðunum,“ segir RAX í samtali við Vísi. Ein af myndum RAX sem hann tók á Grænlandi árið 2019.Ragnar Axelsson/RAX „Svolítið eins og að mála málverk á 17. öld“ Sýningin samanstendur af yfir 120 einstökum ljósmyndum RAX sem veita persónulega innsýn inn í hans mikilvæga ævistarf. Síðustu fjörutíu ár hefur hann myndað fólk, dýr og landslag afskekktustu svæða norðurslóða. Þannig hefur hann fengið að kynnast því af eigin raun hvaða áhrif loftslagsbreytingar hafa haft á bæði náttúruna sjálfa og íbúa svæðanna. „Þetta er svolítið eins og að mála málverk á 17. öld. Þá var engin myndavél til, þannig við hefðum aldrei vitað hvernig lífið var á þeim tíma ef þessi málverk væru ekki til. Það er það sama með norðurslóðir, það er svo kalt þar og það er dýrt að fara, þannig að það fer enginn þangað. Þannig að þessar myndir sýna frosin augnablik í sögunni sem aldrei koma aftur.“ Á sýningunni er að finna yfir 120 af myndum RAX.Aðsend Stoltastur af því að myndirnar hreyfi við fólki Formleg opnun var í gærkvöldi og stendur sýningin yfir til 18. júní næstkomandi. Samhliða sýningunni gefur RAX út ljósmyndabók en í henni er meðal annars að finna fyrstu myndir RAX sem hann tók aðeins 10 ára gamall. RAX segist ekki eiga sér neitt uppáhalds verk á sýningunni, enda ómögulegt að gera upp á milli barnanna sinna eins og hann orðar það sjálfur. „Öll verkin mynda saman eina heild og það er það sem talar til fólks.“ Ein af myndunum á sýningunni, tekin á Grænlandi árið 2019.Ragnar Axelsson/RAX Hann segist vera stoltastur af því að verk hans opni augu fólks. Hann verður oftar en ekki var við það að sýningargestir verði slegnir yfir þróuninni sem blasir við þeim á myndunum. Ég fæ stundum að heyra að fólki finnist þetta fallegt og ég hef þá svarað því: „Ef þetta er fallegt, viltu þá að það hverfi?“. Það er svona pælingin. „Ég er stoltur að sjá hvað sýningin skilur eftir hjá fólki. Þá finnur maður að það sem maður er að reyna að segja er að skila sér. Stundum finnst manni svolítið eins og maður sé að tala út í tómið og allir séu hættir að hlusta. Þannig ég er ánægður að sjá hvað fólk tekur sýningunni vel,“ segir RAX að lokum. Löng röð myndaðist og var um klukkutíma bið eftir því að fá að komast inn á safnið.Aðsend Fjöldi fólks var samankominn á sýningaropnuninni í gærkvöldi.Aðsend RAX hefur sagt sögurnar á bak við margar af myndunum á sýningunni í þáttunum RAX Augnablik hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að horfa á alla þættina hér.
RAX Ljósmyndun Menning Þýskaland Tengdar fréttir „Ég lofaði þeim að birta þetta ekki fyrr en eftir þeirra dag“ „Ég var alltaf með myndavélina um hálsinn,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem byrjaði að taka myndir ungur að aldri. 24. apríl 2022 07:00 360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. 31. desember 2021 07:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Hinn sérlegi verndari Biggi maus mætti í fiskabúrið Tónlist Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Ég lofaði þeim að birta þetta ekki fyrr en eftir þeirra dag“ „Ég var alltaf með myndavélina um hálsinn,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem byrjaði að taka myndir ungur að aldri. 24. apríl 2022 07:00
360 gráðu heimsókn á ljósmyndasýningu RAX í München Í München stendur nú yfir sýning Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Vísis. Sýningin hefur yfirskriftina Where the World is Melting. Sýningarstjóri er Einar Geir Ingvarsson en um er að ræða viðamestu yfirlitssýningu á verkum RAX. 31. desember 2021 07:01