Aukið samstarf í átt að kolefnishlutleysi Þór Sigfússon skrifar 15. mars 2023 12:01 Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Þór Sigfússon Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sett sér það markmið að við verðum kolefnishlutlaus ekki síðar en árið 2040. Tíminn líður hratt og verkefnin sem færa okkur nær þessu markmiði eru mörg – en það eru tækifærin líka. Nú er tíminn til að skoða nýjar lausnir og nýta þessi tækifæri. Eitt af því sem getur stutt við þá vegferð sem við erum öll á er aukið samstarf grænna iðngarða og klasasamfélaga, enda deila þau fjölmörgum eiginleikum. Iðngarðar og klasar leggja áherslu á aukna samvinnu þvert á greinar, sem styrkir fyrirtæki og veitir þeim samkeppnisforskot. Fyrirtæki sem starfa innan grænna iðngarða eru í nánu samstarfi við hvort annað og skapast þá ákveðin samstaða þeirra á milli. Stjórnendur iðngarðanna gegna hinsvegar því hlutverki að samnýta auðlindir og ýta undir hringrás efna eins og vatns, orku og úrgangs milli fyrirtækjanna. Einnig er það í þeirra höndum að byggja upp traust milli fyrirtækjanna og aðstoða við samstarf. Klasasamfélög eru hinsvegar með breiðari sýn á þær auðlindir sem eru í boði innan hringrásarinnar. Í klösunum er lögð áhersla á sprotafyrirtæki, frumkvöðla, fjárfesta, háskólasamfélagið og rannsókna- og þróunarstofnanir. Þeirra markmið er að starfa sem tengiliður, skapa og ýta undir hugmyndir. Þetta eru auðvitað gríðarlega mikilvæg hlutverk innan hringrásarhagkerfisins enda vitum við að það eru fjölmargar hugmyndir þarna úti sem vantar sterka tengingu, fjármögnun, viðskiptaáætlun og önnur úrræði til að vaxa og dafna. Grænir iðngarðar og klasasamfélög eru í frábærri stöðu til þess að vinna betur saman; til þess að sækja tækifæri í sameiningu. Með samstarfi veitum við sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum enn víðtækari aðstoð til að stíga sín fyrstu skref og koma hugmyndum sínum út úr bílskúrnum. Ég er viss um að aukið samstarf eða sameining klasa og grænna iðngarða, sem myndi stækka tengslanet frumkvöðla og skapa fleiri samtöl og staði til þess að skiptast á hugmyndum, geti flýtt fyrir þróun hringrásarhagkerfis. Einnig skapar það traust – sem skiptir sköpum þegar kemur að því að miðla þekkingu og skuldbinda sig til sameiginlegra verkefna og fjárfestinga. Við þurfum öll að horfast í augu við það að á ferðalagi Íslands í átt að kolefnishlutleysi þurfum við allar hugmyndir að borðinu og að styrkja staðina þaðan sem hugmyndirnar koma. Sterkari tengsl milli iðngarða og klasasamfélaga geta hjálpað okkur að komast þangað. Tækifærin í kolefnishlutlausum heimi er meðal umfjöllunarefna á ársfundi Grænvangs á þriðjudaginn. Fundurinn fer fram í Grósku kl. 13 – 15 og eru öll velkomin. Skráning fer fram hér . Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun