Kosningum til formanns VR lýkur í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 09:07 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. vísir/vilhelm Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt. Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt.
Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon
Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels