Kosningum til formanns VR lýkur í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2023 09:07 Ragnar Þór Ingólfsson og Elva Hrönn Hjartardóttir sækjast eftir því að verða formenn VR næstu tvö árin. vísir/vilhelm Kosningum til formanns stéttarfélagsins VR lýkur í dag á hádegi. Tvö eru í framboði, Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, og Elva Hrönn Hjartardóttir, starfsmaður VR. Úrslitin verða tilkynnt upp úr klukkan eitt í dag. Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt. Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Ragnar hefur verið formaður félagsins síðan árið 2017. Hann fékk einnig mótframboð árið 2021 þegar Helga Guðrún Jónasdóttir bauð sig fram á móti honum. Hlaut Ragnar þá 63 prósent atkvæða en Helga Guðrún 34,4 prósent. Ragnar Þór var sjálfkjörinn án mótframboðs árið 2019. Elva Hrönn hefur starfað hjá VR síðan árið 2019 eftir að hafa starfað hjá auglýsingastofunni Sahara. Þá hefur hún gegnt embætti trúnaðarmanns innan félagsins. Ragnar og Elva mættust í Pallborðinu hér á Vísi í síðustu viku, daginn áður en kosningin hófst. Þau greindi á um samstarf við önnur verkalýðsfélög og stöðu félagsins innan Alþýðusambandsins. Kallaði Elva eftir því að formaður VR hefði áhuga á fleiri málefnum. „Því það sem hann brennur fyrir fær vissulega eitthvað brautargengi. Að sama skapi ef hann minnist ekki á önnur málefni er voðalega lítið rætt um þau nema í einhvern ákveðinn tíma,“ sagði Elva Hrönn meðal annars. Til að mynda ætti það við um málefni ungs fólks, útlendinga og jafnréttismál. Klippa: Samstaða og sundrung Ragnar sagðist hafa unnið að fjölda verkefna sem ekki fengju athygli í fjölmiðlum, til að mynda við húsnæðismál ungs fólks með tilurð hlutdeildarlána. „Við höfum svo sannarlega verið að beita okkur fyrir þessa hópa sem eru hvað viðkvæmastir. Eru að lenda í því að fá tugþúsunda hækkanir á leigu. Við hótuðum því til dæmis að taka alla sjóði VR út úr Kviku banka, sem var þá nýbúinn að taka yfir Gamma sem þá átti Almenna leigufélagið. Sem varð til þess að allar hækkanir voru dregnar til baka og fólki varð boðinn langtíma samningur og meiri stöðugleiki,“ sagði Ragnar Þór. Einnig er kosið í stjórn félagsins en alls eru sextán manns í framboði. Sjö manns fá sæti í stjórninni og þrír verða varamenn. Í framboði eru: Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon Kosningunni lýkur klukkan 12 í dag og rúmum klukkutíma síðar verða frambjóðendur boðaðir á fund með kjörstjórn þar sem úrslitin verða tilkynnt.
Árni Konráð Árnason Gabríel Benjamin Halla Gunnarsdóttir Helga Ingólfsdóttir Jennifer Schröder Jóhanna Gunnarsdóttir Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir Nökkvi Harðarson Ólafur Reimar Gunnarsson Sigríður Hallgrímsdóttir Sigurður Sigfússon Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir Vala Ólöf Kristinsdóttir Þorsteinn Þórólfsson Þórir Hilmarsson Ævar Þór Magnússon
Stéttarfélög Tengdar fréttir Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Leggur áherslu á mál sem formaður VR hafi sýnt lítinn áhuga Elva Hrönn Hjartardóttir sem býður sig fram til formennsku í VR gegn Ragari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni segir félagið verða að taka á málum sem formaðurinn hafi sýnt lítinn áhuga. Formanns- og stjórnarkjör hefst í VR, fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins, í fyrramálið og liggja niðurstöður fyrir á hádegi á miðvikudag eftir viku. 7. mars 2023 20:01