Hinn spænski Capellas tók við Midtjylland í ágúst á síðasta ári en hann hafði þjálfað danska U-21 landsliðið frá 2019 til 2021. Hann var fenginn til að koma Midtjylland aftur á beinu brautina eftir erfiða byrjun í dönsku úrvalsdeildinni.
Það hefur engan veginn gengið en liðið situr sem stendur í 9. sæti með aðeins 27 stig að 21 umferð lokinni. Midtjylland á enn möguleika á að enda í efri hluta deildarinnar og komast þar með í umspilið um meistaratitilinn þó liðið eigi enga möguleika á að landa titlinum.
FC Midtjylland stopper samarbejdet med Albert Capellas.
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) March 14, 2023
Til að það gerist þarf Midtjylland að vinna Silkeborg í lokaumferð deildarkeppninnar og treysta á að Randers tapi gegn Álaborg og OB tapi fyrir AGF.
Elías Rafn byrjaði tímabilið sem aðalmarkvörður liðsins og spilaði 12 leiki í byrjun tímabils. Hann hefur mátt þola bekkjarsetu síðan í ágúst.