Elva Hrönn verður frábær formaður VR Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 14. mars 2023 13:30 Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Stéttarfélög Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með viðbrögðum sem greinarkorn mitt á Vísi hlaut í gær. Ekki leið á löngu fyrr en mykjudreifarar VR formannsins voru farnir af stað og þvílíkt skítkast. Ef ekki væri fyrir alla illkvittnina, gæti þessi forherti ásetningur um að hafa æruna af fólki jafnvel virst fyndinn. Því miður munu ærumeiðingar sem þessar þó seint teljast af hinu góða og er eiginlega fátt annað til ráða en að finna til með fólki sem getur fengið annað eins af sér og þessa framkomu. Elva verður frábær formaður Ég styð Elvu Hrönn Hjartardóttur til formanns VR fyrir tvennt. Annars vegar býr í Elvu Hrönn mikið og gott formannsefni, sem nálgast málefni VR heildstætt og af miklum metnaði. Ég treysti henni jafnframt best til að leiða þá vinnu sem þarf að fara í við að endurnýja og endurbyggja VR. Þetta stærsta stéttarfélag landsins hefur látið heldur á sjá á undanförnum árum og gera má betur í þjónustu við félagsfólk á svo mörgum sviðum. Á hinn bóginn er svo ekki síður brýnt að VR fái formann sem getur rétt af þann halla sundurlyndis og tortryggni sem hefur verið að myndast innan ASÍ. Gríðarlega mikilvægt er að þessi samstarfsvettvangur starfi af heilindum í þágu launafólks og baráttu þess fyrir auknum kaupmætti og bættum lífsgæðum. Kjósum Elvu og eflum VR Með því að kjósa Elvu Hrönn sem næsta formann VR erum við að segja já við bættum og árangursríkari samskiptum á vinnumarkaði. Árangur er það sem skiptir máli í samskiptum aðila vinnumarkaðarins, árangur sem skilar kaupmætti og auknum lífsgæðum. Kjósum Elvu Hrönn fyrir nýtt og betra VR. Höfundur bauð sig fram sem formaður VR fyrir tveimur árum.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar