Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. mars 2023 23:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var meðal áhorfenda þegar Álftanes tryggði sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld. Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit er forsetinn mikill íþróttaáhugamaður og hann hefur verið tíður gestur á leikjum Álftaness í 1. deild karla í körfubolta í vetur. Hann var því eðlilega kátur þegar sætið í Subway-deildinni var tryggt. „Þetta er afrakstur vinnu fjölda fólks sem hefur lagt af mörkum og nú er um að gera að njóta. Markmiðinu er náð.“ Sinnir sjálfboðastarfi á leikjum Guðni hefur ekki aðeins mætt í Forsetahöllina sem áhorfandi á körfuboltaleiki, heldur hefur hann oft lagt sitt af mörkum sem sjálfboðaliði í gegnum tíðina. „Ég hef reynt að hjálpa til bara með krökkunum. Ég hef ekki verið að hlaða á mig verkefnum, en ég hef notið þess. Þetta er svo gott fyrir okkur Álfnesinga að koma hér saman og styðja okkar lið. Þetta er gott fyrir bæjarbraginn og svo verður auðvitað svakalegt fjör þegar verður hér alvöru grannaslagur næsta vetur,“ sagði Guðni, en Álftanes mun að sjálfsögðu taka á móti nágrönnum sínum í Stjörnunni í Subway-deildinni á næsta tímabili. Stemningin í Forsetahöllinni var góð í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið“ Þá segir Guðni að það að eiga lið í deild þeirra bestu hafi mikla þýðingu fyrir lítið bæjarfélag eins og Álftanes. „Það gerir það og þegar rétt er að verki staðið þá geta íþróttir gefið svo mikið fyrir svona öflugan bæjarbrag. Hér hittumst við nágrannar, vinir, foreldrar og krakkar og spjöllum og eigum góða stund fyrir utan það að styðja okkar lið. Þannig þetta er það jákvæða við þetta og nú bara gætum við okkar á að fara ekki offari.“ Álftnesingar fögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Þetta lið Álftaness er líka með yngriflokkastarf sem er að vaxa og við ætlum að gera það enn öflugra. Þannig við tökum öll þátt í þessu saman og förum ekki að ætla okkur um of. Við reynum að hanga uppi en svo verðum við bara að sjá hvernig það gengur. Við höfum því miður dæmi um það að það er hægara sagt en gert. Það er ekkert mál að fara upp en að hanga uppi, það er önnur saga.“ Íþróttir hafi sameiningarmátt Guðni tók einnig undir það að íþróttir og árangur í íþróttum sameini fólk. „Þetta gerir það, virkilega. Þetta gerir það og maður finnur það hvað fólki finnst gaman að geta hist og horft á sitt lið. Þannig að það er það jákvæða við þetta og við ætlum að halda áfram á þeirri braut.“ Að lokum viðurkenndi Guðni að hann væri nú bara nokkuð montinn með sína menn. „Ég er það fyrir hönd liðsins. Auðvitað hef ég ekki gert neitt annað en að mæta hér og svona aðeins hjálpað til. En það er fjöldi fólks sem á hrós skilið fyrir alveg ótrúlega vinnu og elju við að halda þessu gangandi. Út á það gengur þetta,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að lokum. Stuðningsmenn Álftaness létu vel í sér heyra í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
UMF Álftanes Subway-deild karla Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira