Fólk setti út á ótrúlegustu hluti en hann heldur ótrauður áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2023 22:25 James Einar Becker er stjórnandi Tork gaurs. Vísir/Vilhelm Önnur þáttaröð af bílaþættinum Tork gaur hefst á morgun hér á Vísi. James Einar Becker, stjórnandi þáttanna, segir fyrstu þáttaröðina hafa gengið vonum framan og að hann sé afar spenntur fyrir þeirri næstu. Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið. Tork gaur Bílar Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Sjá meira
Bílaþættirnir Tork gaur hófu göngu sína hér á Vísi undir lok síðasta árs. Þar reynsluók James Einar Becker hinum ýmsu bílum og sýndi áhorfendum frá því. Meðal bíla voru Polestar 1, Hongqi e-HS9 og Porsche Cayman. Ford Bronco fyrstur á dagskrá Önnur þáttaröð hefst með látum á morgun þar sem James Einar prófar Ford Bronco í íslenska snjónum. James er mjög spenntur og segir að nú hafi gengið miklu betur að fá bakhjarla með sér í lið. „Annað hvort að lána mér bíl eða vera með mér í einhverskonar formi í þáttunum og svo framvegis. Hvort sem það séu umboð eða bara prívat-eigendur eða hvernig sem það er,“ segir James í samtali við fréttastofu. Hann komst þó ekki í gegnum fyrstu þáttaröðina gagnrýnislaus en fólk gat sett út á ótrúlegustu hluti, til dæmis að hann væri í kolvitlausum ökuskóm. „Fólk lét alveg sínar skoðanir í ljós. Sumum fannst ég sletta fullmikið á ensku til dæmis. Sem er svo sem alveg ágætur punktur því það er margt í bílaheiminum sem er erfitt að þýða yfir á íslensku. Íslendingar nota rosa mikið ensku orðin yfir þetta. Svo er ég hálfur Íri svo enska er hitt móðurmálið mitt. Það er mér eðlislægara að sletta á ensku,“ segir James. Draumabíllinn ekki náðst Þættirnir verða með svipuðu sniði og áður því eins og James segir, þá þarf ekki að laga eitthvað sem er ekki bilað. Hann reynir að miða við áhorfstölur síðustu þáttaraðar til að sjá hvað virkar. Aðspurður hvað heilaga gralið fyrir hann sem stjórnanda þáttanna sé segir hann það vera að vissu leiti breytilegt. Eins og er sé það Porsche Taycan. „Rafmagnsbíll sem ég er búinn að reyna að fá, bæði hjá umboði og eigendum og það gengur ekkert. Það er ekki að það sé draumbíllinn fyrir mig að prófa en því erfiðara sem það er fyrir mig að nálgast hann því þrjóskari verð ég að ná í hann. Þess vegna er það draumbíllinn akkúrat núna,“ segir James. Fyrsti þátturinn af annarri þáttaröð Tork gaurs fer í loftið hér á Vísi klukkan sex í fyrramálið.
Tork gaur Bílar Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Sjá meira