Sjáðu stiklu úr glænýjum þáttum Baldurs um Bestu deild karla Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 10:31 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vísir Þættirnir Lengsta undirbúningstímabil í heimi fara í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla. Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjá meira