Segir útskýringar óperustjóra hlægilegar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 09:52 Daniel segir sýninguna ýta undir skaðlegar staðalímyndir. Vísir/Arnar Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu. Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“ Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“
Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira