Segir útskýringar óperustjóra hlægilegar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 09:52 Daniel segir sýninguna ýta undir skaðlegar staðalímyndir. Vísir/Arnar Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu. Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“ Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“
Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira