Fjórir stuðningsmenn Betis handteknir eftir tapið á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. mars 2023 17:45 Betis mættu með læti á Old Trafford. Í stúkunni allavega. Ash Donelon/Getty Images Alls mættu um 3600 manns frá Andalúsíu á Spáni til að fylgjast með Real Betis tapa sannfærandi 4-1 gegn Manchester United í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær, fimmtudag. Fjórir þeirra hafa nú verið handteknir. Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Þó svo að staðan hafi verið 1-1 í hálfleik á Old Trafford í gær þá má segja að leikmenn Betis hafi aldrei séð til sólar. Lokatölur 4-1 og segja má að gestirnir hafi sloppið ágætlega miðað við hversu mörg færi heimamenn sköpuðu sér. Það virðist ekki hafa verið vel í stuðningsfólk gestanna. Lögreglumaður meiddist eftir að stuðningsfólk gestanna henti blysum og flugeldum úr stúkunni með þeim afleiðingum að lögreglumaður sem var við störf á leiknum slasaðist. Lögreglan í Manchester hefur staðfest að fjórir hafi verið handteknir í kjölfarið vegna ofbeldisfullar hegðunar, árásar, vera með blys inn á leikvanginum sem og eiturlyf. Tveir þeirra eru enn í haldi lögreglu. Alls tóku um 50 stuðningsmenn Betis þátt í ólátunum en hinir 3550 höguðu sér sómasamlega. There was disruption between police and Real Betis fans during the side's Europa League defeat to Manchester United.Away fans threw flares and pyrotechnics inside the ground, resulting in the injury to the police officer.#BBCFootball #UEL— BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2023 Rannsókn er enn í gangi og vinnur lögreglan í Englandi nú með báðum félögum sem og spænsku lögreglunni til að komast að því hvort fleiri sökudólgar hafi verið að verki. Síðari leikur liðanna fer fram þann 16. mars næstkomandi og ljóst er að Betis þarf kraftaverk til að snúa einvíginu sér í hag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira