„Hvað svo?“ – Nám í þjóðfræði Þórunn Valdís Þórsdóttir skrifar 10. mars 2023 12:01 Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Háskóladagurinn er nýbúinn eru líklega mörg að velta fyrir sér að fara í nám og skoða hvað er í boði. Þegar ég lauk framhaldsskóla fékk ég oft spurninguna hvað ég ætlaði svo að gera næst. Oft fannst mér ætlast til þess að næsta skref væri háskólanám, þar sem ég þyrfti að velja námið út frá því hvað ég ætlaði svo að verða. Eftir að hafa tekið mér smá hvíld frá námi og safnað smá pening ákvað ég að ég væri tilbúin til að fara aftur í nám og læra eitthvað. Ég vissi bara ekki hvað ég vildi læra. Ég ákvað að byrja á byrjuninni og skoða hvaða nám væri í boði í háskólum landsins og sjá hvort ég fyndi þannig hvað mig langaði að gera. Það voru margar námsleiðir sem ég hafði áhuga á, en var samt hálf hikandi um hvort ég vildi skuldbinda mig og hvort ég myndi vilja vinna á því sviði eftir námið. Þegar ég var komin niður nánast allan listan á námsframboði í Háskóla Íslands rak ég svo augun í orðið þjóðfræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvað það væri, en ákvað samt að lesa um námið. Þarna var búið að blanda saman öllu sem ég hafði áhuga á í öðrum námsgreinum. Þjóðfræðin virtist vera mjög fjölbreytt nám, þar sem hægt væri að skoða nánast alla þætti samfélagsins. Þar væri horft á hversdagsmenningu og daglegt líf fólks, bæði í fortíðinni og samtímanum. Hægt væri að skoða þjóðsögur og ævintýri, atvinnu- og lifnaðarhætti, hátíðir, leiki, tísku og trúarbrögð svo dæmi séu nefnd. Ég ákvað því að láta vaða og skráði mig í þjóðfræði haustið eftir. Það að vera komin með plan fyrir næstu þrjú árin reyndist þó ekki nóg til að losna undan spurningunni „hvað svo?“ Ég var reglulega spurð að því hvað þjóðfræðingar gerðu eiginlega og oftar eftir því sem útskriftin færðist nær. Til að byrja með var svarið yfirleitt „ég veit það ekki“, en með tímanum hefur það breyst. Þó ég sé enn ekki viss um hvað ég ætla að gera að námi loknu, hef ég lært að til viðbótar við hversu skemmtilegt þjóðfræðinámið er, er það einnig mjög hagnýtt. Nám sem skoðar samfélög og hjálpar okkur að skilja fólk og hópa beinir manni ekki inn á einhvern ákveðinn starfsvettvang, en er gagnlegt mjög víða og tækifærin fjölbreytt. Grunnnám í þjóðfræði opnar einnig dyrnar á fjölda möguleika til framhaldsnáms, bæði í þjóðfræði og í öðrum greinum. Ég er allavega mjög ánægð með ákvörðunina sem ég tók fyrir þremur árum síðan og hlakka til framhaldsins. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar