Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 19:20 Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um fjölmiðlafrelsi á Alþingi í dag. Frjálsir fjölmiðlar væru hornsteinn lýðræðisins sem veittu valdöfum sem og örðum aðhald og drægju oft athyglina að málum sem væru brýnust hverju sinni. Stjórnvöldum bæri því að verja ritstjórnarlegt frelsi þeirra og fjárhagsleg staða frjálsra fjölmiðla yrði að vera trygg. Jódís Skúladóttir þingmaður VG segir mikilvægt að að verja stöðu frjálsra fjölmiðla.Vísir/Vilhelm „Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hafa með í samfélaginu undanfarið misseri að frelsi fjölmiðla til að sinna hlutverki sínu hefur ítrekað verið dregið í efa. Ekki bara af einkaaðilum heldur einnig dómstólum,“ sagði Jódís. Ekki væri hjá því komist að nefna hið svo kallaða samherjamál í þessu samhengi. „En framganga gagnvart ákveðnu fjölmiðlafólki í tengslum við umfjallanir um það mál voru vægast sagt skelfilegar. Ásakanir, áreitni og hótanir í garð fjölmiðlafólks eru alvarlegt mál og mikilvægt er að öryggi þeirra sé tryggt í hvívetna,“ sagði stjórnarþingmaðurinn Jódís. Mikil skautun ætti sér stað í almennri umræðu í heiminum og því mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Nýlega hefðu alvarleg atvik komið upp eins og þegar blaðamönnum hafi verið meinað að fylgjast með brottflutningi flóttamanna frá landinu. Lilja Alfreðsdóttir segir fjölmiðlaáætlun vera í mótun.Vísir/Vilhelm Margir þingmenn nefndu einnig mismunun á fjármögnun Ríkisútvarpsins annars vegar og frjálsra fjölmiðla hins vegar þar sem Ríkisútvarpið tæki til sín stóran hlut auglýsingafjár. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sagði nauðsynlegt að skoða auglýsingamarkaðinn með hliðsjón af mjög breyttu umhverfi með tilkomu netmiðla og streymisveitna. Fjölmiðlastefna væri í mótun og hún yrði kynnt öllum hagaðilum og í góðu samstarfi við þá sem störfuðu á fjölmiðlum. „Við stefnum að því að umhverfi íslenskra fjölmiðla verði svipað og kollega okkar á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það takist núna á þessu kjörtímabili að búa þannig um hnútana,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Nafnskírteini og líkkistur Það voru fjölmörg mál á dagskrá Alþingis í dag. Meðal annars var mælt fyrir frumvarpi um að 17 einstaklingum af 76 sem sóttu um íslenskan ríkisborgararétt til Alþingis yrði veittur ríkisborgararéttur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um ný nafnskírteini í dag sem einnig gætu nýst sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu.Stöð 2/Dúi Þá mælti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir frumvarpi um ný nafnskírteini. Þeim verði breytt til nútímalegra horfs og gildi sem ferðaskírteini innan Evrópska efnahagssvæðisins. En í fyrirspurnartíma spurði Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir dómsmálaráðherra einnig út í byggingu nýrrar bálstofu með samningi við Kirkjugarða Reykjavíkur. Spurði hvers vegna ekki hafi verið samið við Tré lífsins sem einnig hafi viljað byggja nýja bálstofu. „Fram hefur komið að sérstaða tillögu Trés lífsins sé meðal annars sú að ekki verði lengur þörf á því að kaupa stóra og dýra líkkistu til bálfararinar líkt og raunin er í dag. Nú er einskis getið um tekjumyndandi starfsemi í eigu þingmannsins sjálfs í hagsmunaskrá hæstvirts dómsmálaráðherra á vef Alþingis. En samkvæmt nýjustu upplýsingum úr fyrirtækjaskrá Skattsins er hæstvirtur ráðherra skráður fyrir fyrirtæki nokkru að nafni Mar textil ehf. Svo vill til, og sagt hefur verið frá því áður, að Mar textil flytji meðal annars inn og selji líkkistur,” sagði Arndís Anna. Jón sagðist nú átta sig á hvar þingmaðurinn væri á veiðum með fyrirspurn sinni. „Það er alveg rétt og hefur ekki verið neitt leyndarmál að við hjónin höfum staðið í rekstri í mörg ár. Við höfum gert það alveg frá árinu 1985. Konan mín er framkvæmdastjóri fyrir okkar fyrirtæki í dag sem heitir Mar textil. Já, já það hefur komið fram í fréttum áður að meðal annars er innflutningur þar á líkkistum. Sem koma þessu máli bara akkúrat ekkert við,“ sagði Jón Gunnarsson. Alþingi Kirkjugarðar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. 9. mars 2023 10:57 Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“ Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu. 9. mars 2023 07:43 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um fjölmiðlafrelsi á Alþingi í dag. Frjálsir fjölmiðlar væru hornsteinn lýðræðisins sem veittu valdöfum sem og örðum aðhald og drægju oft athyglina að málum sem væru brýnust hverju sinni. Stjórnvöldum bæri því að verja ritstjórnarlegt frelsi þeirra og fjárhagsleg staða frjálsra fjölmiðla yrði að vera trygg. Jódís Skúladóttir þingmaður VG segir mikilvægt að að verja stöðu frjálsra fjölmiðla.Vísir/Vilhelm „Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgst hafa með í samfélaginu undanfarið misseri að frelsi fjölmiðla til að sinna hlutverki sínu hefur ítrekað verið dregið í efa. Ekki bara af einkaaðilum heldur einnig dómstólum,“ sagði Jódís. Ekki væri hjá því komist að nefna hið svo kallaða samherjamál í þessu samhengi. „En framganga gagnvart ákveðnu fjölmiðlafólki í tengslum við umfjallanir um það mál voru vægast sagt skelfilegar. Ásakanir, áreitni og hótanir í garð fjölmiðlafólks eru alvarlegt mál og mikilvægt er að öryggi þeirra sé tryggt í hvívetna,“ sagði stjórnarþingmaðurinn Jódís. Mikil skautun ætti sér stað í almennri umræðu í heiminum og því mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Nýlega hefðu alvarleg atvik komið upp eins og þegar blaðamönnum hafi verið meinað að fylgjast með brottflutningi flóttamanna frá landinu. Lilja Alfreðsdóttir segir fjölmiðlaáætlun vera í mótun.Vísir/Vilhelm Margir þingmenn nefndu einnig mismunun á fjármögnun Ríkisútvarpsins annars vegar og frjálsra fjölmiðla hins vegar þar sem Ríkisútvarpið tæki til sín stóran hlut auglýsingafjár. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sagði nauðsynlegt að skoða auglýsingamarkaðinn með hliðsjón af mjög breyttu umhverfi með tilkomu netmiðla og streymisveitna. Fjölmiðlastefna væri í mótun og hún yrði kynnt öllum hagaðilum og í góðu samstarfi við þá sem störfuðu á fjölmiðlum. „Við stefnum að því að umhverfi íslenskra fjölmiðla verði svipað og kollega okkar á Norðurlöndunum. Það er mjög mikilvægt að það takist núna á þessu kjörtímabili að búa þannig um hnútana,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Nafnskírteini og líkkistur Það voru fjölmörg mál á dagskrá Alþingis í dag. Meðal annars var mælt fyrir frumvarpi um að 17 einstaklingum af 76 sem sóttu um íslenskan ríkisborgararétt til Alþingis yrði veittur ríkisborgararéttur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um ný nafnskírteini í dag sem einnig gætu nýst sem ferðaskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu.Stöð 2/Dúi Þá mælti Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir frumvarpi um ný nafnskírteini. Þeim verði breytt til nútímalegra horfs og gildi sem ferðaskírteini innan Evrópska efnahagssvæðisins. En í fyrirspurnartíma spurði Arndís Anna Kristínar- og Gunnarsdóttir dómsmálaráðherra einnig út í byggingu nýrrar bálstofu með samningi við Kirkjugarða Reykjavíkur. Spurði hvers vegna ekki hafi verið samið við Tré lífsins sem einnig hafi viljað byggja nýja bálstofu. „Fram hefur komið að sérstaða tillögu Trés lífsins sé meðal annars sú að ekki verði lengur þörf á því að kaupa stóra og dýra líkkistu til bálfararinar líkt og raunin er í dag. Nú er einskis getið um tekjumyndandi starfsemi í eigu þingmannsins sjálfs í hagsmunaskrá hæstvirts dómsmálaráðherra á vef Alþingis. En samkvæmt nýjustu upplýsingum úr fyrirtækjaskrá Skattsins er hæstvirtur ráðherra skráður fyrir fyrirtæki nokkru að nafni Mar textil ehf. Svo vill til, og sagt hefur verið frá því áður, að Mar textil flytji meðal annars inn og selji líkkistur,” sagði Arndís Anna. Jón sagðist nú átta sig á hvar þingmaðurinn væri á veiðum með fyrirspurn sinni. „Það er alveg rétt og hefur ekki verið neitt leyndarmál að við hjónin höfum staðið í rekstri í mörg ár. Við höfum gert það alveg frá árinu 1985. Konan mín er framkvæmdastjóri fyrir okkar fyrirtæki í dag sem heitir Mar textil. Já, já það hefur komið fram í fréttum áður að meðal annars er innflutningur þar á líkkistum. Sem koma þessu máli bara akkúrat ekkert við,“ sagði Jón Gunnarsson.
Alþingi Kirkjugarðar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. 9. mars 2023 10:57 Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“ Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu. 9. mars 2023 07:43 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Blaðamannafélagið telur ákvörðun dómara takmarka tjáningarfrelsi Blaðamannafélag Íslands telur ákvörðun dómara um að banna fréttaflutning af Stóra kókaínmálinu á meðan beðið var eftir því að öllum skýrslutökum málsins væri lokið vera takmörkun á tjáningarfrelsinu. Félagið lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara málsins. 9. mars 2023 10:57
Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“ Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu. 9. mars 2023 07:43
Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54