VR-ingar þurfa ábyrgan formann Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 9. mars 2023 16:31 Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú er formannskjör hafið í VR eins og kunnugt er. Sitjandi formaður sækist enn og aftur eftir endurkjöri þó að erindi hans í formannsstólinn sé satt að segja ekki mjög ljóst. Áhugasvið formannsins er þröngt og beinist nær eingöngu að húsnæðismálum og lífeyrissjóðsmálum. Enda þótt bráðar úrlausnir á húsnæðismarkaði séu sannarlega mjög brýnt verkefni þá þarf formaður í svo stóru stéttarfélagi eins og VR líka að gefa gaum að mörgu fleira. Formennsku í VR fylgir mikil ábyrgð og áhrifavald og þar hefur sitjandi formaður brugðist að undanförnu. Hann hafði til dæmis ekki dug í sér að fordæma hópuppsögn VR-félaga á skrifstofu Eflingar, þagði þunnu hljóði og lét fjölmiðlamenn ekki ná til sín. Hann hefur löngum gert mjög lítið úr hlutverki ASÍ og talað um að draga þyrfti verslunarmenn út úr sambandinu. Það kom því meira en lítið á óvart þegar hann vildi sjálfur skyndilega setjast í forsetastólinn hjá ASÍ til að sameina fylkingar og “stilla saman strengi”. En það fór nú þannig að hann guggnaði á framboði sínu á miðju ASÍ-þingi og skildi samherja sína í hreyfingunni eftir í hálfgerðu rugli í aðdraganda kjarasamninga, einmitt þegar mikið lá við að sýna samstöðu. Hringlandaháttur formannsins og flótti við gerð nýlegra kjarasamninga er síðan alkunnur. Slíkur leiðtogi er ekki heppilegur. Mikilvægt er fyrir VR-inga að nýta það tækifæri sem nú fæst í formannskjörinu og kjósa Elvu Hrönn Hjartardóttur, frambjóðanda sem hyggst einbeita sér af alefli að brýnum hagsmunum verslunar- og skrifstofufólks í vinnuumhverfi sem verður æ flóknara og alþjóðlegra, frambjóðanda sem vill leitast við að efla samstöðu innan VR og innan verkalýðshreyfingarinnar í heild í stað þeirrar sundrungar sem nú ríkir í hreyfingunni. Elva Hrönn leggur áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og vill stofna ungliðaráð innan VR og gefa þannig ungu fólki enn meira vægi en áður innan félagsins. Það er skynsamleg stefna því að ungt fólk er meirihluti félagsfólks. Ég hef verið svo heppin að kynnast báðum formannsframbjóðendunum og kostum þeirra en eins og málum er háttað mun Elva Hrönn Hjartardóttir fá mitt atkvæði því hún hefur víða sýn á þarfir og verkefni VR og skynjar leiðandi stöðu félagsins á vinnumarkaði, hún kann líka að hlusta á fólk og vinna með fólki sem mun koma sér vel í þeim vandasömu og hugsanlega afdrifaríku kjarasamningsviðræðum sem framundan eru á vinnumarkaði. Ég hef fulla trú á því að Elva Hrönn verði öflugur leiðtogi sem formaður VR og vil hvetja VR-félaga til að kynna sér áherslur og stefnumál hennar. Vonandi verðið þið sammála mér og kjósið Elvu Hrönn sem formann VR í kosningunum sem nú standa yfir. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun