Sigrún getur bætt leikjametið í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 14:00 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir getur slegið leikjametið í kvöld. Vísir/Bára Sigrún Sjöfn Ámundadóttir setur nýtt leikjamet í efstu deild kvenna í körfubolta spili hún með Haukum á móti Keflavík Subway deild kvenna í kvöld. Þetta er sannkallaður stórleikur því Keflavík og Haukar eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og Keflavíkurkonur geta náð fjögurra stiga forystu á toppnum með sigri. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sigrún Sjöfn hefur leikið 375. leiki í deildinni eða jafnmarga leiki og Birna Valgarðsdóttir sem hefur átt leikjametið í næstum því heilan áratug. Sigrún hóf tímabilið með Fjölni en skipti í Hauka eftir áramót. Hún hóf einmitt feril sinn í efstu deild með Haukum. Sigrún var ekki orðin sextán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild 7. október 2004 með Haukum á móti ÍS á Ásvöllum. Hún hefur spilað þessa 375 leiki með sex félögum eða Haukum (57), KR (111), Hamri (20), Grindavík (22), Skallagrími (119) og Fjölni (22). Sigrún þekkir það vel að mæta Keflavíkurliðinu en þetta verður hennar 56. leikur á móti Keflavíkurkonum í efstu deild. Sigrún hefur skorað 4159 stig í þessum 375 leikjum eða 11,1 stig eða meðaltali í leik. Aðeins þrjár konur hafa skorað fleiri stig í efstu deild en það eru Birna Valgarðsdóttir (5325), Anna María Sveinsdóttir (5001) og Hildur Sigurðardóttir (4576). Sigrún á þegar metið yfir flest fráköst (3041) og er sú eina sem hefur tekið yfir þrjú þúsund fráköst í efstu deild kvenna. Hún er líka ásamt Hildi, Helenu Sverrisdóttur og Öldu Leif Jónsdóttur ein af fjórum sem hafa náð þremur tölfræðiþáttum yfir þúsund en Sigrún hefur gefið 1127 stoðsendingar í efstu deild sem er það þriðja mesta. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Birna Valgarðsdóttir 375 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 375 3. Þórunn Bjarnadóttir 371 4. Hafdís Helgadóttir 366 5. Hildur Sigurðardóttir 347 6. Guðbjörg Sverrisdóttir 338 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Petrúnella Skúladóttir 329 9. Anna María Sveinsdóttir 324 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309 Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Þetta er sannkallaður stórleikur því Keflavík og Haukar eru í tveimur efstu sætum deildarinnar og Keflavíkurkonur geta náð fjögurra stiga forystu á toppnum með sigri. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sigrún Sjöfn hefur leikið 375. leiki í deildinni eða jafnmarga leiki og Birna Valgarðsdóttir sem hefur átt leikjametið í næstum því heilan áratug. Sigrún hóf tímabilið með Fjölni en skipti í Hauka eftir áramót. Hún hóf einmitt feril sinn í efstu deild með Haukum. Sigrún var ekki orðin sextán ára gömul þegar hún lék sinn fyrsta leik í efstu deild 7. október 2004 með Haukum á móti ÍS á Ásvöllum. Hún hefur spilað þessa 375 leiki með sex félögum eða Haukum (57), KR (111), Hamri (20), Grindavík (22), Skallagrími (119) og Fjölni (22). Sigrún þekkir það vel að mæta Keflavíkurliðinu en þetta verður hennar 56. leikur á móti Keflavíkurkonum í efstu deild. Sigrún hefur skorað 4159 stig í þessum 375 leikjum eða 11,1 stig eða meðaltali í leik. Aðeins þrjár konur hafa skorað fleiri stig í efstu deild en það eru Birna Valgarðsdóttir (5325), Anna María Sveinsdóttir (5001) og Hildur Sigurðardóttir (4576). Sigrún á þegar metið yfir flest fráköst (3041) og er sú eina sem hefur tekið yfir þrjú þúsund fráköst í efstu deild kvenna. Hún er líka ásamt Hildi, Helenu Sverrisdóttur og Öldu Leif Jónsdóttur ein af fjórum sem hafa náð þremur tölfræðiþáttum yfir þúsund en Sigrún hefur gefið 1127 stoðsendingar í efstu deild sem er það þriðja mesta. Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Birna Valgarðsdóttir 375 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 375 3. Þórunn Bjarnadóttir 371 4. Hafdís Helgadóttir 366 5. Hildur Sigurðardóttir 347 6. Guðbjörg Sverrisdóttir 338 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Petrúnella Skúladóttir 329 9. Anna María Sveinsdóttir 324 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309
Flestir leikir í efstu deild kvenna: 1. Birna Valgarðsdóttir 375 1. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 375 3. Þórunn Bjarnadóttir 371 4. Hafdís Helgadóttir 366 5. Hildur Sigurðardóttir 347 6. Guðbjörg Sverrisdóttir 338 7. Alda Leif Jónsdóttir 337 8. Petrúnella Skúladóttir 329 9. Anna María Sveinsdóttir 324 10. Kristrún Sigurjónsdóttir 309
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira