Arsenal skorað flest sigurmörk í uppbótartíma á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. mars 2023 14:31 Leikmenn Arsenal fagna sigurmarki Reiss Nelson gegn Bournemouth. EPA-EFE/Daniel Hambury Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth. Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Arsenal lenti 0-2 undir á heimavelli sínum gegn nýliðum Bournemouth í gær, laugardag. Þrátt fyrir að ná að jafna leikinn þegar enn voru tuttugu mínútur eftir virtist Skyttunum fyrirmunað að koma inn sigurmarki. Það er þangað til komnar voru tvær mínútur fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Reiss Nelson reyndist hetja Arsenal á laugardag en þetta var í þriðja sinn sem lærisveinar Mikel Arteta skora sigurmark í uppbótartíma leikja á leiktíðinni. Meistaraheppni eða meistaraseigla? Þó Arsenal hafi skorað nokkur sigumörk þegar líða var farið á leiki fyrir áramót þá var það ekki fyrr en eftir áramót sem liðið fór að bíða alveg fram á síðustu stundu. Eddie Nketiah skoraði dramatískt sigurmark á 90. mínútu gegn Manchester United þann 22. janúar í 3-2 sigri Arsenal. Skytturnar þurftu svo að bíða fram á 93. mínútu þann 18. febrúar þegar skot Jorginho fór af slánni og í Emi Martinez, markvörð Aston Villa, og í netið. Gabriel Martinelli gulltryggði svo 4-2 sigur Arsenal þann daginn eftir að Martinez hafði farið fram í horni á 98. mínútu leiksins. Arsenal have scored more 90th-minute winners than any other side in the #PL this season (3) It s the joint-most the Gunners have ever scored in a single PL season#ARSBOU pic.twitter.com/ABmwZEmAX5— Premier League (@premierleague) March 5, 2023 Skytturnar hafa því þrívegis tryggt sér sigur með mörkum í uppbótartíma. Stigin sex sem Arsenal hefur tryggt sér með þeim mörkum gerir það að verkum að liðið er á toppnum með 63 stig að loknum 26 leikjum á meðan Manchester City er í 2. sæti með fimm stigum minna eða 58 talsins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25 „Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00 Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Nketiah hetja Arsenal gegn Man United Arsenal vann dramatískan 3-2 sigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 22. janúar 2023 18:25
„Verður ekki betra en þetta“ „Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 23. janúar 2023 07:00
Tvö mörk í uppbótartíma og Arsenal endurheimtir toppsætið Eftir töpuð stig í seinustu þremur leikjum vann Arsenal loks dramatískan 4-2 útisigur er liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag í leik þar sem staðan var enn jöfn þegar komið var í uppbótartíma. 18. febrúar 2023 14:29