Stöð 2 Sport
Subway-deild karla í körfubolta hefst á nýjan leik eftir landsleikjahlé og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik tekur á móti Tindastól klukkan 18.05 áður en ÍR-ingar sækja Þórsara heim til Þorlákshafnar klukkan 20.05. Að þessum leikjum loknum verða Tilþrifin svo á sínum stað þar sem farið veðrur yfir leiki kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Ítalski fótboltinn fær sitt pláss á Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem fjórir leikir verða sýndir í beinni útsendingu. Spezia tekur á móti Hellas Verona klukkan 11.20, Salernitana heimsækir Sampdoria klukkan 13.50, Inter tekur á móti Lecce klukkan 16.50 og klukkan 19.35 er stórleikur Roma og Juventus á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Spænskur og amerískur körfubolti koma sér vel fyrir á Stöð 2 Sport 3. Klukkan 17.20 hefst bein útsending frá viðureign Valencia og Lenovo Tenerife í spænsku ACB-deildinni áður en Los Angeles Lakers og Golden State Warriors eigast við í NBA-deildinni klukkan 20.30.
Stöð 2 eSport
Strákarnir í Sandkassanum verða á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21.00.