Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 11:30 Erik ten Hag hefur ekki mikil not fyrir Harry Maguire. Matthew Ashton/Getty Images Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira
Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Sjá meira