Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. mars 2023 11:30 Erik ten Hag hefur ekki mikil not fyrir Harry Maguire. Matthew Ashton/Getty Images Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja. Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Það er ljóst að Man United þarf að selja leikmenn ætli það sér að styrkja leikmannahóp sinn í sumar. Félagið skuldar rúmlega 200 milljónir sterlingspunda [34 milljarða íslenskra króna] í leikmannakaup. Til að standast fjárhagsreglur þarf liðið því líklega að losa sig við þónokkra leikmenn í sumar og talið er að fjöldinn allur sé til sölu. Í slúðurpakka dagsins á Bretlandseyjum er greint frá því að West Ham United sé á höttunum á eftir þremur leikmönnum Man United. Um er að ræða miðvörðinn og fyrirliðanna Harry Maguire, skoska miðjumanninn Scott McTominay og franska framherjann Anthony Martial. Hinn 29 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liðinu og virðist sem hann sé í raun fjórði kostur á eftir Lisandro Martínez, Raphaël Varane og Victor Lindelöf. Hinn 26 ára gamli McTominay hefur komið meira við sögu en búist var við eftir að Ten Hag sótti Christian Eriksen og Casemiro. Anthony Martial hefur lítið sem ekkert spilað á leiktíðinni.EPA-EFE/JOEL CARRETT McTominay hefur áður verið orðaður við Newcastle United og gæti því verið að hægt sé að hækka verðið ef hann er jafn eftirsóttur og af er látið. Hvað Martial varðar þá hefur hann varla verið leikfær allt tímabilið og hefur Wout Weghorst – framherjinn sem kom á láni í janúar – spilað fleiri mínútur en franski framherjinn á leiktíðinni. Því má reikna með að Martial fari nokkuð ódýrt en hann er þó á himinháum launum. Það er komið nokkuð langt síðan leikmaður fór frá Man United til Hamranna en sá síðasta var Ravel Morrisson árið 2012. Hann er í dag leikmaður D.C. United í Bandaríkjunum. Manchester United er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig að loknum 24 leikjum á meðan West Ham er í 16. sæti með 23 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira