Hvers eigum við að gjalda? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 3. mars 2023 16:31 Ég hef fundað oftar en ég hef minni til með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna og SA, og komið að fjölda kynninga um arðsemi og mikilvægi þess að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu á íbúðamarkaði eins og tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Sem dæmi þá eru lífeyrissjóðir á Norðurlöndunum með um og yfir 10% af heildareignum sínum til uppbyggingar á húsnæðisinnviðum sem sjóðfélagar þeirra hafa svo aðgang að til leigu, eða kaups, á betri kjörum en á markaði. Einnig eru lífeyrissjóðir erlendis farnir að fjárfesta í auknum mæli í uppbyggingu hjúkrunarheimila og búsetu úrræða fyrir eldra fólk. Í þýskumælandi löndum er þetta fjárfestingarhlutfall enn hærra. Sem dæmi má nefna að svissneskir lífeyrissjóðir eru með um 20 til 24% af heildareignum í húsnæðisfjárfestingum. Ég heimsótti, ásamt fulltrúum frá SA og Lífeyrissjóði verslunarmanna, PFA sem er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur. PFA er um 13.000 milljarðar að stærð. Þessi eini sjóður er um tvöfalt stærri en allt íslenska lífeyrissjóðakerfið en heildar eignir þess voru um 6.600 milljarðar í lok árs 2022. PFA í Danmörku er með um 10% af heildareignum í uppbyggingu á leiguíbúðum og hófu fjárfestingu og uppbyggingu á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða árið 2017 með góðum árangri. Sjóðfélagar PFA fá forgang í íbúðir á þeirra vegum og í krafti stærðar sinnar bjóða þeir betri þjónustu á húkrunarheimilum sem þeir eiga, fyrir sama verð, eða sambærilega þjónustu og annarsstaðar fyrir lægra verð. Þannig býr PFA að góðum fjárfestingarkostum sem gagnast sjóðfélögum. Einnig bjóða þeir upp á fjölbreytta þjónustu við sjóðfélaga sem fá þá tilfinningu að þeir séu raunverulega settir í fyrsta sæti og hafa margvíslegan ávinning, umfram lífeyri, af því að greiða til PFA. Þegar ég spurði af hverju þeir gerðu svona mikið fyrir sjóðfélaga sína voru þeir hissa, eiginlega orðlausir. En auðvitað kom svo upp úr krafsinu að þeir starfa í samkeppnisumhverfi og sjóðfélagar hafa meira val um í hvaða sjóði þeir greiða. Ef við setjum þetta í samhengi. 10% af heildareignum í húsnæðisinnviðum, þá væru íslenskir lífeyrissjóðir með um 660 milljarða í fjárfestingu á íbúðamarkaði. 660 milljarðar eða 13.200 íbúðir. Ef lífeyrissjóðirnir væru með svipað hlutfall af heildareignum og lífeyrissjóðir í Sviss væru íslensku sjóðirnir með um 1.300 til 1.500 milljarða í húsnæðis fjárfestingu eða um 26.000 til 30.000 íbúðir. Og hvað haldið þið? Í Sviss, þar sem rekin er heilbrigður leigu og húsnæðismarkaður og sveiflur því litlar, þar sem aðkoma lífeyrissjóða í þessari uppbyggingu er mest, mælist verðbólga lægst á meðal Evrópuþjóða og hefur lengi gert. Ólafur Margeirsson hagfræðingur skrifar góða grein, Besta vörnin gegn verðbólgu, sem ég hvet alla til að lesa. En Ólafur segir: "Skortur á húsnæði er sóun: sóun á tíma, orku og peningum. Skortur á húsnæði leiðir til minna hagkerfis, minni velsældar, meiri verðbólgu og hærri vaxta en ella. Vaxtahækkanir Seðlabankans munu vafalítið koma verðbólgu niður á skikkanlegt stig að lokum. En þær ýta líka undir efnahagslegan og pólitískan óstöðugleika. Þær auka líka hættuna á frekari húsnæðisskorti á næstu árum, sem leiðir okkur einfaldlega aftur í átt að þeim stað sem við erum á í dag: skortur á húsnæði, óstöðugleiki, verðbólga og átök á vinnumarkaði.” En af hverju eru íslenskir lífeyrissjóðir svona tregir til? Þeir hafa verið stórir lánveitendur á þessum markaði en hafa ekki viljað koma inn sem eigendur. Þessari spurningu er ekki auðsvarað nema með rökum sem standast litla sem enga skoðun eins og orðsporsáhættu og fleiri þátta sem eru í hróplegri mótsögn við raunverulegt hlutverk þeirra, sem er að tryggja hag sjóðfélaga. Sjóðfélagar eru þeir sem byrja að greiða í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri, eða frá fyrstu greiðslu, og allt til dauðadags. Hagsmunir sjóðfélaga eru því bundnir við hag okkar og lífskjör alla ævina en ekki bara þegar við förum á lífeyri. Það er sorgleg staðreynd að aðeins þeir sem hafa náð að koma yfir sig skuldlitlu þaki yfir höfuðið eru einu sjóðfélagarnir sem geta lifað með mannlegri reisn af greiðslum úr lífeyirssjóðum með uppbót almannatrygginga. Síhækkkandi húsnæðiskostnaður, vöruverð og leiguverð eru að sliga gamalt fólk og unga sjóðfélaga. Mikið til vegna græðgi fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Fyrirtækja í okkar eigu sem hamra sífellt á hærri arðsemi, sama hvernig viðrar í hagkerfinu. Í grein Heimildarinnar kemur fram að meðallaun forstjóra 15 skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni voru 7,1 milljón króna á mánuði á árinu 2022. Forstjórar sömu félaga voru með 5,8 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2021 og 5,3 milljónir króna árið 2020, samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarlaun þeirra hafa því hækkað um 22 prósent á síðasta ári og 34 prósent á síðustu tveimur árum. Flest þessara fyrirtækja hafa hagnast ævintýralega í gegnum þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum síðustu tvö ár. Og hefur til að mynda hagnaður Eimskipa tvöfaldast með tilheyrandi áhrifum á vöruverð og verðbólgu. En þessi fyrirtæki eru í eigu þjóðarinnar, að stærstum hluta, sjóðfélaga! Almennings!! Þess vegna er mikilvægt að fólkið í landinu, sjóðfélagar, taki yfir stjórn sjóðanna því grunnurinn að andfélagslegri hegðun þeirra lýtur að því að atvinnurekendur eru með ráðandi stöðu yfir lífeyrissjóðum landsmanna. Þrátt fyrir að skreyta sig alþjóðlegum fjöðrum um samfélagsábyrgð eru þær lítið annað en stolnar þegar á reynir. Og við erum ekki að fara fram á mikið. Við erum að fara fram á að sjóðirnir stilli arðsemiskröfu í hóf, sérstaklega á viðkvæmum tímum, og sýni sjóðfélögum og samfélaginu öllu þá virðingu sem við eigum skilið. Taki stöðu gegn botnlausri græðgi, ofurlaunum og bónusum. Það hlýtur að vera merki um ótrúlegt metnaðarleysi og skammsýni að horfa einungis á eina breytu í lífskjarajöfnunni. Eins og að telja fólki trú um mikilvægi þess að lifa eins og þrælar allt sitt líf, til að hafa það hugmyndafræðilega gott á efri árum. Framfærslukostnaður og lífskjör í nútíð og framtíð hlýtur því að vega jafn þungt, og tekjurnar sem eiga að standa undir þeim ef okkur ber gæfa til að lifa nógu lengi til að njóta þeirra. Fjárfesting í húsnæði er ekki eingöngu talin öruggasta fjárfestingin heldur hefur raunhækkun húsnæðis, ein og sér, ekki verið mikið síðri en á verðbréfum í sögulegu samhengi. Þetta á ekki einungis við á Íslandi heldur er þetta alveg eins í samanburðarlöndunum og víðar. Því til viðbótar hlýtur aðgengi tíðra sjóðfélaga að öruggu og hagkvæmu húsnæði teljast til mikilvægustu hagmuna og lífskjara þeirra. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fundað oftar en ég hef minni til með forsvarsmönnum lífeyrissjóðanna og SA, og komið að fjölda kynninga um arðsemi og mikilvægi þess að lífeyrissjóðirnir komi að fjárfestingu á íbúðamarkaði eins og tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Sem dæmi þá eru lífeyrissjóðir á Norðurlöndunum með um og yfir 10% af heildareignum sínum til uppbyggingar á húsnæðisinnviðum sem sjóðfélagar þeirra hafa svo aðgang að til leigu, eða kaups, á betri kjörum en á markaði. Einnig eru lífeyrissjóðir erlendis farnir að fjárfesta í auknum mæli í uppbyggingu hjúkrunarheimila og búsetu úrræða fyrir eldra fólk. Í þýskumælandi löndum er þetta fjárfestingarhlutfall enn hærra. Sem dæmi má nefna að svissneskir lífeyrissjóðir eru með um 20 til 24% af heildareignum í húsnæðisfjárfestingum. Ég heimsótti, ásamt fulltrúum frá SA og Lífeyrissjóði verslunarmanna, PFA sem er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur. PFA er um 13.000 milljarðar að stærð. Þessi eini sjóður er um tvöfalt stærri en allt íslenska lífeyrissjóðakerfið en heildar eignir þess voru um 6.600 milljarðar í lok árs 2022. PFA í Danmörku er með um 10% af heildareignum í uppbyggingu á leiguíbúðum og hófu fjárfestingu og uppbyggingu á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða árið 2017 með góðum árangri. Sjóðfélagar PFA fá forgang í íbúðir á þeirra vegum og í krafti stærðar sinnar bjóða þeir betri þjónustu á húkrunarheimilum sem þeir eiga, fyrir sama verð, eða sambærilega þjónustu og annarsstaðar fyrir lægra verð. Þannig býr PFA að góðum fjárfestingarkostum sem gagnast sjóðfélögum. Einnig bjóða þeir upp á fjölbreytta þjónustu við sjóðfélaga sem fá þá tilfinningu að þeir séu raunverulega settir í fyrsta sæti og hafa margvíslegan ávinning, umfram lífeyri, af því að greiða til PFA. Þegar ég spurði af hverju þeir gerðu svona mikið fyrir sjóðfélaga sína voru þeir hissa, eiginlega orðlausir. En auðvitað kom svo upp úr krafsinu að þeir starfa í samkeppnisumhverfi og sjóðfélagar hafa meira val um í hvaða sjóði þeir greiða. Ef við setjum þetta í samhengi. 10% af heildareignum í húsnæðisinnviðum, þá væru íslenskir lífeyrissjóðir með um 660 milljarða í fjárfestingu á íbúðamarkaði. 660 milljarðar eða 13.200 íbúðir. Ef lífeyrissjóðirnir væru með svipað hlutfall af heildareignum og lífeyrissjóðir í Sviss væru íslensku sjóðirnir með um 1.300 til 1.500 milljarða í húsnæðis fjárfestingu eða um 26.000 til 30.000 íbúðir. Og hvað haldið þið? Í Sviss, þar sem rekin er heilbrigður leigu og húsnæðismarkaður og sveiflur því litlar, þar sem aðkoma lífeyrissjóða í þessari uppbyggingu er mest, mælist verðbólga lægst á meðal Evrópuþjóða og hefur lengi gert. Ólafur Margeirsson hagfræðingur skrifar góða grein, Besta vörnin gegn verðbólgu, sem ég hvet alla til að lesa. En Ólafur segir: "Skortur á húsnæði er sóun: sóun á tíma, orku og peningum. Skortur á húsnæði leiðir til minna hagkerfis, minni velsældar, meiri verðbólgu og hærri vaxta en ella. Vaxtahækkanir Seðlabankans munu vafalítið koma verðbólgu niður á skikkanlegt stig að lokum. En þær ýta líka undir efnahagslegan og pólitískan óstöðugleika. Þær auka líka hættuna á frekari húsnæðisskorti á næstu árum, sem leiðir okkur einfaldlega aftur í átt að þeim stað sem við erum á í dag: skortur á húsnæði, óstöðugleiki, verðbólga og átök á vinnumarkaði.” En af hverju eru íslenskir lífeyrissjóðir svona tregir til? Þeir hafa verið stórir lánveitendur á þessum markaði en hafa ekki viljað koma inn sem eigendur. Þessari spurningu er ekki auðsvarað nema með rökum sem standast litla sem enga skoðun eins og orðsporsáhættu og fleiri þátta sem eru í hróplegri mótsögn við raunverulegt hlutverk þeirra, sem er að tryggja hag sjóðfélaga. Sjóðfélagar eru þeir sem byrja að greiða í lífeyrissjóð frá 16 ára aldri, eða frá fyrstu greiðslu, og allt til dauðadags. Hagsmunir sjóðfélaga eru því bundnir við hag okkar og lífskjör alla ævina en ekki bara þegar við förum á lífeyri. Það er sorgleg staðreynd að aðeins þeir sem hafa náð að koma yfir sig skuldlitlu þaki yfir höfuðið eru einu sjóðfélagarnir sem geta lifað með mannlegri reisn af greiðslum úr lífeyirssjóðum með uppbót almannatrygginga. Síhækkkandi húsnæðiskostnaður, vöruverð og leiguverð eru að sliga gamalt fólk og unga sjóðfélaga. Mikið til vegna græðgi fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna. Fyrirtækja í okkar eigu sem hamra sífellt á hærri arðsemi, sama hvernig viðrar í hagkerfinu. Í grein Heimildarinnar kemur fram að meðallaun forstjóra 15 skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni voru 7,1 milljón króna á mánuði á árinu 2022. Forstjórar sömu félaga voru með 5,8 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2021 og 5,3 milljónir króna árið 2020, samkvæmt samantekt Heimildarinnar. Heildarlaun þeirra hafa því hækkað um 22 prósent á síðasta ári og 34 prósent á síðustu tveimur árum. Flest þessara fyrirtækja hafa hagnast ævintýralega í gegnum þær hremmingar sem þjóðin hefur gengið í gegnum síðustu tvö ár. Og hefur til að mynda hagnaður Eimskipa tvöfaldast með tilheyrandi áhrifum á vöruverð og verðbólgu. En þessi fyrirtæki eru í eigu þjóðarinnar, að stærstum hluta, sjóðfélaga! Almennings!! Þess vegna er mikilvægt að fólkið í landinu, sjóðfélagar, taki yfir stjórn sjóðanna því grunnurinn að andfélagslegri hegðun þeirra lýtur að því að atvinnurekendur eru með ráðandi stöðu yfir lífeyrissjóðum landsmanna. Þrátt fyrir að skreyta sig alþjóðlegum fjöðrum um samfélagsábyrgð eru þær lítið annað en stolnar þegar á reynir. Og við erum ekki að fara fram á mikið. Við erum að fara fram á að sjóðirnir stilli arðsemiskröfu í hóf, sérstaklega á viðkvæmum tímum, og sýni sjóðfélögum og samfélaginu öllu þá virðingu sem við eigum skilið. Taki stöðu gegn botnlausri græðgi, ofurlaunum og bónusum. Það hlýtur að vera merki um ótrúlegt metnaðarleysi og skammsýni að horfa einungis á eina breytu í lífskjarajöfnunni. Eins og að telja fólki trú um mikilvægi þess að lifa eins og þrælar allt sitt líf, til að hafa það hugmyndafræðilega gott á efri árum. Framfærslukostnaður og lífskjör í nútíð og framtíð hlýtur því að vega jafn þungt, og tekjurnar sem eiga að standa undir þeim ef okkur ber gæfa til að lifa nógu lengi til að njóta þeirra. Fjárfesting í húsnæði er ekki eingöngu talin öruggasta fjárfestingin heldur hefur raunhækkun húsnæðis, ein og sér, ekki verið mikið síðri en á verðbréfum í sögulegu samhengi. Þetta á ekki einungis við á Íslandi heldur er þetta alveg eins í samanburðarlöndunum og víðar. Því til viðbótar hlýtur aðgengi tíðra sjóðfélaga að öruggu og hagkvæmu húsnæði teljast til mikilvægustu hagmuna og lífskjara þeirra. Höfundur er formaður VR.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun