Gunnar Smári segir það mistök að leggja niður flokksblöðin Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2023 11:35 Gunnar Smári Egilsson talar nú fyrir mikilvægi flokksblaða sem er kúvending á afstöðu sem hann tjáði óspart á árum áður þegar hann var að berjast á markaði með sín blöð. vísir/Arnar Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins og jafnframt einn atkvæðamesti fjölmiðlamaður Íslands á síðari árum, lýsir því nú að einhverju leyti óvænt yfir að það hafi verið mistök að leggja niður flokksblöðin á sínum tíma. Það gerir hann í samtali við Frosta Logason, í hlaðvarpi Frosta sem finna má á brotkast.is. Gunnar Smári hefur nú tekið til óspilltra málanna við að stofna flokksmiðil, Samstöðina, sem meðal annars er rekinn fyrir fé sem til komið er vegna ríkisstyrkja til Sósíalistaflokksins. „Þetta er ekki málgagn Sósíalistaflokksins, þetta er sósíalísk stöð,“ sagði hann. Flokksblöðin áður mikilvægur þáttur spillingar og misréttis Þetta má heita umturnun á fyrri afstöðu sem var býsna eindregin. Fyrirferð Gunnars Smára á fjölmiðlamarkaði hefur verið meiri en nokkurs annars ef litið er til undanfarinna áratuga og jafnvel þó lengra sé leitað. Í nærmynd tímaritsins Frjálsrar verslunar sem gefið var út 1.10.2003 er yfirskriftin: Dagblaðagúrúinn Gunnar Smári. Þar segir að með yfirtöku Fréttar ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins á útgáfu DV hafi Gunnar Smári Egilsson ritstjóri skipað sér á bekk með áhrifamestu fjölmiðlamönnum á Íslandi. Ekki sé fráleitt að tala um hann sem „fjölmiðlamógúl“. Vægi Gunnars Smára í fjölmiðlasögunni verður seint ofmetið. Í tímaritinu Frjálsri verslun er boðið upp á nærmynd af Gunnari Smára. Þetta var árið 2003 og fyrirferð núverandi sósíalistaforingjans á fjölmiðlamarkaði í hæstu hæðum.skjáskot/tímarit.is Í gegnum tíðina, en Gunnar Smári á að baki langan feril í blaðamennsku og sem ritstjóri á frjálsum markaði, hefur Gunnar Smári tjáð sig um þann skaðvald sem flokksblöðin máttu heita í hans bókum. Enda væri annað beinlínis sérkennilegt með mann sem hefur sagt sig lærisvein Jónasar Kristjánssonar heitins, ritstjóra DV sem keyrði á slagorðinu: Frjálst og óháð. Fljótlegur uppsláttur á timarit.is býður uppá eitt dæmi um slíkt. Í leiðara tímaritsins Heimsmynd, sem Gunnar Smári ritstýrði um tíma, skrifar hann leiðara um Vilmund Gylfason. Þetta er 1. júlí 1993 og þar víkur Gunnar Smári að flokksblöðum í framhaldi af orðum um ógnartak hins svokallaða fjórflokks á samfélaginu; hvað varðar allar stöðuveitingar, banka og opinbera sjóði, samkvæmt óskrifuðu kvótakerfi: „Saman stjórnuðu þeir öllum fjölmiðlum landsins, annars vegar í gegnum flokksblöð og hins vegar í gegnum ríkisfjölmiðla, og höfðu þar með algert vald yfir allri opinberri umræðu í samfélaginu. Eins og í Sovét fól þetta kerfi í sér spillingu og misrétti.“ Fleiri dæmi í skrifum Gunnars Smára um meinsemd flokksblaðanna mætti án vafa finna ef að er gáð. Mogginn drottnaði yfir Reykjavík Gunnar Smári hefur nú breytt um skoðun, vegna breyttra aðstæðna og fer yfir það í sögulegu samhengi í viðtali við Frosta: „Þegar ég kem inn í blaðamennsku þá er það á tíma þegar blöð eru að verða fjárhagslega sterk. Það er tengt uppgangi millistéttarinnar á Vesturlöndum, fólk að flytja úr sveit í borg og það býr til massamarkað,“ sagði hann. Það hafi þurft stað til að auglýsa ísskápa til sölu og fleira í þeim dúr, útvarp og sjónvarp á þeim tíma hafi verið takmörkuð gæði. Stór blöð hafi svo búið til fákeppni. „Sá sem er stærstur á markaði er með hlutfallslega ódýrari dreifingu, því hann fer í annað hvert hús á meðan þú ferð í fjórtánda hvert hús og fær hundrað sinnum fleiri auglýsingar á fimm sinnum hærra verði. Getan færist yfirleitt yfir á einn. Mogginn drottnaði yfir Reykjavík. Aftenposten yfir Osló.“ Á sjöunda áratugnum hafi myndaðist sú hugmynd að blöð ættu að veita almannaþjónustu. „Það er byrjað að falla um 1990. Margir halda að þetta sé blaðamennskan en þetta er bara örlítið brot í sögu blaðamennskunnar,“ sagði hann. Píratar bíða og vona að Kastljós hringi Frosti spurði hvaðan flokksblöðin hér á landi hafi komið. Alþýðublaðið var málgang Alþýðuflokksins, Tíminn fyrir Framsóknarflokkinn, Morgunblaðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Þjóðviljinn fyrir Alþýðubandalagið. „Það er ekki tengt þessu,“ svaraði Gunnar Smári. Gunnar Smári ásamt Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar fyrir síðustu kosningar. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup er Samfylkingin nú orðin stærsti stjórnmálaflokkur Íslands og Sósíalistaflokkurinn mælist inni með þrjá þingmenn. Samstöðinni er ætlað að leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo flokkurinn komist með sína menn á þing í næstu kosningum.vísir/Vilhelm „Þegar Alþýðusambandið er stofnað, þá gera þau tvennt á sama tíma, stofna stjórnmálaflokk til að vera stjórnmálaarm verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðublaðið, því þú getur ekki haft stjórnmálaafl nema vera með málgagn. Það eru rætur flokksblaðanna.“ Á þeim tíma, upphafsárum verkalýðsbaráttunnar, hafi verið nauðsynlegt að koma á fót málgagni. „Núna, í dag, þá eru flokkarnir eins og Píratarnir bara að vona að Kastljós hringi í þá eða eitthvað. Þú getur ekki lifað,“ sagði hann. Flokkarnir þurfi að skapa sér svona vettvang aftur. Aðrir flokkar nenna þessu ekki „Ég held að það hafi verið ótrúleg mistök á tíunda áratugnum, þegar nýfrjálshyggjan og Davíð Oddsson og félagið, nörruðu þá eiginlega til að hætta. Þessi hugmynd að flokksblöð væru úrelt. Ég held að þetta sé eitt mikilvægasta atriði í hrörnun flokkanna, þegar þeir gáfu frá sér blöðin,“ sagði Gunnar Smári. Ritstjórnir hafi verið sjálfvirk jarðtenging forystu flokkanna. „Svo sleppir þeir þessu og þá byrja forystur flokkanna að svífa og verða lost in space,“ sagði hann. Fleiri flokkar eru með hlaðvörp, hann gefur ekki mikið fyrir það, það sé í raun áróður. „Þau eru alltaf að tala við sjálfan sig. Sigmundur Davíð [Gunnlaugsson formaður Miðflokksins] er með eitthvað þar sem hann talar bara við hinn þingmanninn. Sjálfstæðisflokkurinn er með ungliða, sem eru á launum, starfsfólk þingflokksins sem eru á launum hjá okkur skattgreiðendum, er að tala við þingmenn og borgarfulltrúa.“ Gunnar Smári á ekki von á því að hinir flokkarnir fari í samskonar fjölmiðlun og Samstöðin. „Í fyrsta lagi þá nenna þeir þessu ekki. Í öðru lagi þá hugsa þeir „á ekki að eyða peningunum í að hafa mynd af mér á strætóskýlunum fyrir kosningar?“ Góða fótósjoppaða mynd sem segir bara: Traust, eða eitthvað svoleiðis.“ Fjölmiðlar Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn auglýsir eftir fólki Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum fjórum árum var markmiði hans sagt vera að byggja upp sterka alþýðuhreyfingu, vekja á ný stéttabaráttu á Íslandi, endurreisa verkalýðslýðshreyfinguna og stofna til nýrra almannasamtaka til að skipuleggja frelsisbaráttu þeirra hópa sem verða fyrir mestum órétti. Í stuttu máli að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. 28. september 2021 13:00 Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. 21. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það gerir hann í samtali við Frosta Logason, í hlaðvarpi Frosta sem finna má á brotkast.is. Gunnar Smári hefur nú tekið til óspilltra málanna við að stofna flokksmiðil, Samstöðina, sem meðal annars er rekinn fyrir fé sem til komið er vegna ríkisstyrkja til Sósíalistaflokksins. „Þetta er ekki málgagn Sósíalistaflokksins, þetta er sósíalísk stöð,“ sagði hann. Flokksblöðin áður mikilvægur þáttur spillingar og misréttis Þetta má heita umturnun á fyrri afstöðu sem var býsna eindregin. Fyrirferð Gunnars Smára á fjölmiðlamarkaði hefur verið meiri en nokkurs annars ef litið er til undanfarinna áratuga og jafnvel þó lengra sé leitað. Í nærmynd tímaritsins Frjálsrar verslunar sem gefið var út 1.10.2003 er yfirskriftin: Dagblaðagúrúinn Gunnar Smári. Þar segir að með yfirtöku Fréttar ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins á útgáfu DV hafi Gunnar Smári Egilsson ritstjóri skipað sér á bekk með áhrifamestu fjölmiðlamönnum á Íslandi. Ekki sé fráleitt að tala um hann sem „fjölmiðlamógúl“. Vægi Gunnars Smára í fjölmiðlasögunni verður seint ofmetið. Í tímaritinu Frjálsri verslun er boðið upp á nærmynd af Gunnari Smára. Þetta var árið 2003 og fyrirferð núverandi sósíalistaforingjans á fjölmiðlamarkaði í hæstu hæðum.skjáskot/tímarit.is Í gegnum tíðina, en Gunnar Smári á að baki langan feril í blaðamennsku og sem ritstjóri á frjálsum markaði, hefur Gunnar Smári tjáð sig um þann skaðvald sem flokksblöðin máttu heita í hans bókum. Enda væri annað beinlínis sérkennilegt með mann sem hefur sagt sig lærisvein Jónasar Kristjánssonar heitins, ritstjóra DV sem keyrði á slagorðinu: Frjálst og óháð. Fljótlegur uppsláttur á timarit.is býður uppá eitt dæmi um slíkt. Í leiðara tímaritsins Heimsmynd, sem Gunnar Smári ritstýrði um tíma, skrifar hann leiðara um Vilmund Gylfason. Þetta er 1. júlí 1993 og þar víkur Gunnar Smári að flokksblöðum í framhaldi af orðum um ógnartak hins svokallaða fjórflokks á samfélaginu; hvað varðar allar stöðuveitingar, banka og opinbera sjóði, samkvæmt óskrifuðu kvótakerfi: „Saman stjórnuðu þeir öllum fjölmiðlum landsins, annars vegar í gegnum flokksblöð og hins vegar í gegnum ríkisfjölmiðla, og höfðu þar með algert vald yfir allri opinberri umræðu í samfélaginu. Eins og í Sovét fól þetta kerfi í sér spillingu og misrétti.“ Fleiri dæmi í skrifum Gunnars Smára um meinsemd flokksblaðanna mætti án vafa finna ef að er gáð. Mogginn drottnaði yfir Reykjavík Gunnar Smári hefur nú breytt um skoðun, vegna breyttra aðstæðna og fer yfir það í sögulegu samhengi í viðtali við Frosta: „Þegar ég kem inn í blaðamennsku þá er það á tíma þegar blöð eru að verða fjárhagslega sterk. Það er tengt uppgangi millistéttarinnar á Vesturlöndum, fólk að flytja úr sveit í borg og það býr til massamarkað,“ sagði hann. Það hafi þurft stað til að auglýsa ísskápa til sölu og fleira í þeim dúr, útvarp og sjónvarp á þeim tíma hafi verið takmörkuð gæði. Stór blöð hafi svo búið til fákeppni. „Sá sem er stærstur á markaði er með hlutfallslega ódýrari dreifingu, því hann fer í annað hvert hús á meðan þú ferð í fjórtánda hvert hús og fær hundrað sinnum fleiri auglýsingar á fimm sinnum hærra verði. Getan færist yfirleitt yfir á einn. Mogginn drottnaði yfir Reykjavík. Aftenposten yfir Osló.“ Á sjöunda áratugnum hafi myndaðist sú hugmynd að blöð ættu að veita almannaþjónustu. „Það er byrjað að falla um 1990. Margir halda að þetta sé blaðamennskan en þetta er bara örlítið brot í sögu blaðamennskunnar,“ sagði hann. Píratar bíða og vona að Kastljós hringi Frosti spurði hvaðan flokksblöðin hér á landi hafi komið. Alþýðublaðið var málgang Alþýðuflokksins, Tíminn fyrir Framsóknarflokkinn, Morgunblaðið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Þjóðviljinn fyrir Alþýðubandalagið. „Það er ekki tengt þessu,“ svaraði Gunnar Smári. Gunnar Smári ásamt Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar fyrir síðustu kosningar. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup er Samfylkingin nú orðin stærsti stjórnmálaflokkur Íslands og Sósíalistaflokkurinn mælist inni með þrjá þingmenn. Samstöðinni er ætlað að leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo flokkurinn komist með sína menn á þing í næstu kosningum.vísir/Vilhelm „Þegar Alþýðusambandið er stofnað, þá gera þau tvennt á sama tíma, stofna stjórnmálaflokk til að vera stjórnmálaarm verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðublaðið, því þú getur ekki haft stjórnmálaafl nema vera með málgagn. Það eru rætur flokksblaðanna.“ Á þeim tíma, upphafsárum verkalýðsbaráttunnar, hafi verið nauðsynlegt að koma á fót málgagni. „Núna, í dag, þá eru flokkarnir eins og Píratarnir bara að vona að Kastljós hringi í þá eða eitthvað. Þú getur ekki lifað,“ sagði hann. Flokkarnir þurfi að skapa sér svona vettvang aftur. Aðrir flokkar nenna þessu ekki „Ég held að það hafi verið ótrúleg mistök á tíunda áratugnum, þegar nýfrjálshyggjan og Davíð Oddsson og félagið, nörruðu þá eiginlega til að hætta. Þessi hugmynd að flokksblöð væru úrelt. Ég held að þetta sé eitt mikilvægasta atriði í hrörnun flokkanna, þegar þeir gáfu frá sér blöðin,“ sagði Gunnar Smári. Ritstjórnir hafi verið sjálfvirk jarðtenging forystu flokkanna. „Svo sleppir þeir þessu og þá byrja forystur flokkanna að svífa og verða lost in space,“ sagði hann. Fleiri flokkar eru með hlaðvörp, hann gefur ekki mikið fyrir það, það sé í raun áróður. „Þau eru alltaf að tala við sjálfan sig. Sigmundur Davíð [Gunnlaugsson formaður Miðflokksins] er með eitthvað þar sem hann talar bara við hinn þingmanninn. Sjálfstæðisflokkurinn er með ungliða, sem eru á launum, starfsfólk þingflokksins sem eru á launum hjá okkur skattgreiðendum, er að tala við þingmenn og borgarfulltrúa.“ Gunnar Smári á ekki von á því að hinir flokkarnir fari í samskonar fjölmiðlun og Samstöðin. „Í fyrsta lagi þá nenna þeir þessu ekki. Í öðru lagi þá hugsa þeir „á ekki að eyða peningunum í að hafa mynd af mér á strætóskýlunum fyrir kosningar?“ Góða fótósjoppaða mynd sem segir bara: Traust, eða eitthvað svoleiðis.“
Fjölmiðlar Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn auglýsir eftir fólki Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum fjórum árum var markmiði hans sagt vera að byggja upp sterka alþýðuhreyfingu, vekja á ný stéttabaráttu á Íslandi, endurreisa verkalýðslýðshreyfinguna og stofna til nýrra almannasamtaka til að skipuleggja frelsisbaráttu þeirra hópa sem verða fyrir mestum órétti. Í stuttu máli að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. 28. september 2021 13:00 Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. 21. febrúar 2023 14:01 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn auglýsir eftir fólki Þegar Sósíalistaflokkurinn var stofnaður fyrir rúmum fjórum árum var markmiði hans sagt vera að byggja upp sterka alþýðuhreyfingu, vekja á ný stéttabaráttu á Íslandi, endurreisa verkalýðslýðshreyfinguna og stofna til nýrra almannasamtaka til að skipuleggja frelsisbaráttu þeirra hópa sem verða fyrir mestum órétti. Í stuttu máli að vekja fólk, virkja og skipuleggja baráttu þess. 28. september 2021 13:00
Telur blaðamenn betur setta á taxta Eflingar Fjölmiðillinn Samstöðin býður blaðamönnum laun samkvæmt taxta Eflingar þrátt fyrir að kjarasamningur Blaðamannafélagsins sé grunnsamningur starfsmanna blaðamanna. Ábyrgðarmaður Samstöðvarinnar segir laun blaðamanna svo lág að hann reikni með að þeim bjóðist betri kjör hjá sér en ef þeir fengju greitt eftir kjarasamningi blaðamanna. 21. febrúar 2023 14:01