Það má segja pjalla en það verður að þekkja orðið píka Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 3. mars 2023 08:03 Indiana Rós Ægisdóttir og Þórdís Björgvinsdóttir voru staddar í Smáralind að fræða fólk um píkuna. Til þess að valdefla og normalísera notkun á orðinu píka voru píkur þrívíddarprentaðar í Smáralindinni í gærkvöldi ásamt því að fólk gat fengið fræðslu um píkuna. Kynfræðingur segir fólk feimið við að segja orðið píka. Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana. Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Í gærkvöldi voru þær Þórdís Björgvinsdóttir þrívíddarprentari og Indiana Rós Ægisdóttir kynfræðingur staddar í Smáralind þar sem þær þrívíddarprentuðu píkur og ræddu við gesti og gangandi um þetta ótrúlega kynfæri. Viðburðurinn var á vegum Nathan & Olsen og Libresse sem standa að átakinu Lifi píkan en í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að það sé ótrúlegt hversu mörg nöfn hafi verið notuð til þess að komast hjá því að kalla píkuna píku. „Við viljum taka orðið píka til baka, píka er ekki blótsyrði heldur fallegt orð yfir fallegt líffæri sem helmingur mannfólks hefur,“ segir í tilkynningunni. Fréttastofa kíkti á Þórdísi og Indiönu í Smáralindinni. Aðspurð segir Indiana það ríkja tabú um píkuna. Klippa: Þrívíddarprentari prentar píkur í nafni valdeflingar „Það er svona að breytast með tímanum vonandi. En það er líka kannski orðanotkunin, fólk er feimið við að segja orðið píka. En að nota orðið er mikilvægt fyrir okkur því við eigum að bara að kalla hlutina það sem þeir heita. Líka sem forvörn gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Ef börn verða fyrir kynferðisofbeldi verða þau að geta notað réttu orðin til þess að lýsa því sem hefur mögulega gerst,“ segir Indiana. Fræðslan var gerð í nafni valdeflingar en fólk gat fræðst um fullnægingar og fleiri frábæra hluti sem píkan getur gert, ekki bara um túr og piss. Þórdís segir þetta vera mjög spennandi og daginn hafa verið mjög skemmtilegan. Það hafi hins vegar reynst henni erfitt að finna módel af píku til að prenta. Ein þeirra píka sem prentuð var í Smáralindinni. „Þannig það er kannski eitthvað sem vantar, að sýna aðeins meiri áhuga á þessu frábæra líffæri okkar og koma því meira á framfæri. Ég hefði getað fundið þúsundir módela af typpum en píkur virðast ekki vera á hverju strái,“ segir Þórdís. Fjöldi fólks kíkti á prentuðu píkurnar og fékk fræðslu. Indiana segir því fólki ekki hafa fundist það óþægilegt en líklegast hafi fólkinu sem gekk fram hjá fundist það óþægilegt, þess vegna hafi það ekki komið og fengið fræðslu. „Fólk er oft að spurja af hverju það má ekki bara kalla þetta pjalla, það má alveg en við þurfum að þekkja réttu orðin líka. Og að börn þekki réttu orðin og að við getum talað um hlutina eins og þeir eru,“ segir Indiana.
Kvenheilsa Kynlíf Smáralind Kópavogur Mest lesið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira