95 ára sprækur hestamaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. mars 2023 20:05 Líf Ingimars hefur meira og minna snúið um hesta og hestamennsku. Hann er alvegin ákveðin að fara á bak í vor eftir smá pásu eftir Covid. Magnús Hlynur Hreiðarsson Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor. Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður. Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Hér erum við að tala um Ingimar Sveinsson, sem varð 95 ára í lok febrúar. Á afmælisdaginn renndi hann austur fyrir fjall, en Ingimar býr í Mosfellsbæ. Hann fór í hesthúsið hjá frænda sínum, Hauki Gunnarssyni, sem býr rétt við Selfoss. Þar er Haukur með nokkur hross úr ræktun Ingimars. Ingimar var kennari í Bændaskólanum á Hvanneyri í 13 ár þar sem hann kenndi nemendum allt um fóðrun hrossa, auk þess að kenna frumtamningar og fleira. „Reiðmennskan hefur batnað mikið og hestar líka en hér áður voru alltaf topphestar, góðir hestar sums staðar en í heildina eru hestar miklu betri núna. Ræktunin hefur haft mikið að segja já og hefur að mínu mati tekist bara býsna vel,“ segir Ingimar. En hvernig á almennilegur hestur að vera að hans mati? „Í fyrsta lagi þarf hann að vera geðgóður og viljugur, ég hef ekkert gaman af hestum nema þeir séu mjög vel viljugir og mín reynsla er sú að þó að þeir séu viljugir þá eru þeir ekki erfiðir ef maður fer rétt að þeim og svo vil ég hafa þá mjög gangrúma.“ Ingimar segist fylgjast vel með hestamennskunni í dag. Hann á sjálfur þrjá hesta en hefur ekki farið á bak eftir í Covid en ætlar að drífa sig á bak í vor. Ingimar segir ekkert mál að vera 95 ára. „Það er allt í lagi á meðan maður er sæmilega fær að sjá um sig sjálfur. Á meðan maður kemst á hestbak og getur keyrt bíl um allt þá er maður helvíti góður,“ segir Ingimar og bætir við. „Ég er svo heppin að ég hef svo góð sjón, ég þarf engin gleraugu til að lesa eða neitt og ég heyri bara það, sem ég vil heyra.“ Ingimar keyrir um allt og notar ekki gleraugu. Hann á þrjá hesta í Mosfellsbæ þar sem hann býr. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn sem Ingimar ætlar á bak í vor heitir Endasprettur en það er síðasti hesturinn, sem hann ræktar. En hvað finnst Ingimar um að við séum að selja bestu stóðhesta landsins úr landi eins og dæmin hafa sýnt? „Ég held að það sé allt í lagi, það er nóg af góðum hestum eftir í landinu en það má samt ekki selja bestu hestana, við verðum að passa okkur á því að selja ekki allra bestu hestana,“ segir Ingimar, eldsprækur 95 ára hestamaður.
Árborg Eldri borgarar Hestar Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við meðferð hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira