Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2023 10:33 Sigurður Gísli Bond Snorrason mun ekki spila fótbolta á Íslandi á þessu ári eftir að hafa veðjað á eigin leiki. Vísir/Egill Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. Veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði komið upplýsingum á framfæri við KSÍ um að Sigurður hefði veðjað á mörg hundruð leiki. Þar á meðal veðjaði hann á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann tók sjálfur þátt í, með liði Aftureldingar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði Sigurð af þessum sökum í bann út keppnistímabilið 2023 en Sigurður áfrýjaði og krafðist þess að málinu yrði vísað frá vegna formgalla og vanreifunar á kæru, en til vara að honum yrði ekki gerð refsing eða þá að refsing yrði stytt. Áfrýjunardómstóllinn gaf lítið fyrir þær kröfur. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle sem KSÍ fékk veðjaði Sigurður í hundruð skipta á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla og kvenna, og í 2. flokki. Hann veðjaði sérstaklega mikið á leiki ÍH, Augnabliks, Dalvíkur/Reynis og Aftureldingar, en veðmálin á leiki Aftureldingar virðast aðalástæða dómsins sem er einstakur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sigurður braut gegn grein 6.2 í lögum KSÍ sem hljóðar svo: „Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.“ Sigurður mátti því ekki veðja á leiki Aftureldingar í Lengjudeild eða Mjólkurbikar karla í fyrra, né á aðra leiki í þeim keppnum eða öðrum sem Afturelding tók þátt í. Það gerði hann hins vegar ítrekað á tímabilinu sem til umfjöllunar var, frá 23. júlí til 4. september í fyrra, eins og fyrr segir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05 Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði komið upplýsingum á framfæri við KSÍ um að Sigurður hefði veðjað á mörg hundruð leiki. Þar á meðal veðjaði hann á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann tók sjálfur þátt í, með liði Aftureldingar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði Sigurð af þessum sökum í bann út keppnistímabilið 2023 en Sigurður áfrýjaði og krafðist þess að málinu yrði vísað frá vegna formgalla og vanreifunar á kæru, en til vara að honum yrði ekki gerð refsing eða þá að refsing yrði stytt. Áfrýjunardómstóllinn gaf lítið fyrir þær kröfur. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle sem KSÍ fékk veðjaði Sigurður í hundruð skipta á leiki á Íslandi, í flestum deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla og kvenna, og í 2. flokki. Hann veðjaði sérstaklega mikið á leiki ÍH, Augnabliks, Dalvíkur/Reynis og Aftureldingar, en veðmálin á leiki Aftureldingar virðast aðalástæða dómsins sem er einstakur í sögu íslenskrar knattspyrnu. Sigurður braut gegn grein 6.2 í lögum KSÍ sem hljóðar svo: „Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.“ Sigurður mátti því ekki veðja á leiki Aftureldingar í Lengjudeild eða Mjólkurbikar karla í fyrra, né á aðra leiki í þeim keppnum eða öðrum sem Afturelding tók þátt í. Það gerði hann hins vegar ítrekað á tímabilinu sem til umfjöllunar var, frá 23. júlí til 4. september í fyrra, eins og fyrr segir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45 Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05 Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ 27. janúar 2023 17:45
Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. 19. janúar 2023 00:05
Leikmaður Aftureldingar veðjaði á eigin leiki og hundruð til viðbótar Knattspyrnumaður sem spilaði með Aftureldingu í næstu efstu deild Íslandsmótsins sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. 17. janúar 2023 16:34