Sólveig hoppaði upp fyrir Þuríði Erlu, Söru Sigmunds og Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir átti fína viku á CrossFit Open og tókst að hækka sig mikið á listanum. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir stóð sig vel í annarri viku The Open og naut sín greinilega vel við hlið reynsluboltanna Anníe Mistar Þórisdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Sólveig, Anníe og Sara gerðu æfingu 23.2a og 23.2b saman og Sólveig stóð sig best af þeim sem skilaði henni stóru stökki á heildarlistanum. Sólveig er í framhaldinu orðin efst af íslensku stelpunum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit og munaði þar miklu um að hún lyfti þyngst af þeim öllum í seinni hluta 23.2. Alls fóru 90,7 kíló á loft hjá Sólveigu í lyftingahlutanum sem var hnébeygja og axlarpressa í framhaldinu. Anníe Mist lyfti 84,8 kílóum, Þuríður Erla Helgadóttir lyfti 83,5 kílóum og Sara lyfti 79,8 kílóum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var eina íslenska konan sem náði að lyfta 200 pundum í þessum lyfingahluta sem kom í beinu framhaldi af því að gera eins margar endurtekningar á fimmtán mínútum af fimm burpees-æfingum með upphífingum og tíu stuttum sprettum. Sólveig ofar en Björgvin Karl Sólveig er í 37. sæti og er í raun efst allra Íslendinga því langefsti íslenski karlinn, Björgvin Karl Guðmundsson, er í fimmtugasta sæti. Sólveig var í 119. sæti eftir 23.1. Björgvin Karl var í 21. sæti eftir viku eitt en dettur niður um 29 sæti á milli vikna. Það breytir þó ekki því að hann er langefstur af íslensku strákunum en næstur honum er Hafsteinn Gunnlaugsson sem er í 294. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson er síðan þriðji í 339. sætinu. Næstu íslensku konurnar á eftir Sólveigu eru Anníe Mist í 67. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er í 80. sæti. Við teljum Katrínu auðvitað með þótt hún sé skráð sem bandarískur keppandi á þessu CrossFit tímabili. Sara féll niður um meira tvö hundruð sæti Þuríður Erla Helgadóttir var efst íslensku stelpnanna eftir viku eitt en fer nú úr ellefta sæti niður í 86. sætið. Sara fékk líka alla leið niður í 235. sæti eftir að hafa verið í fimmtánda sæti eftir viku eitt. Sara ekki lengur meðal fimm efstu íslensku stelpna ef við teljum Katrínu Tönju með í þann hóp. Hjördís Óskarsdóttir fór upp fyrir Söru í þessari viku. Hjördís er í 203. sæti. Þessi önnur vika taldi mikið því keppendur fengu stig fyrir báða hlutana. Það útskýrir því að hlut hversu miklar breytingar urðu á röð keppenda. Æfingarnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira
Sólveig, Anníe og Sara gerðu æfingu 23.2a og 23.2b saman og Sólveig stóð sig best af þeim sem skilaði henni stóru stökki á heildarlistanum. Sólveig er í framhaldinu orðin efst af íslensku stelpunum í opna hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit og munaði þar miklu um að hún lyfti þyngst af þeim öllum í seinni hluta 23.2. Alls fóru 90,7 kíló á loft hjá Sólveigu í lyftingahlutanum sem var hnébeygja og axlarpressa í framhaldinu. Anníe Mist lyfti 84,8 kílóum, Þuríður Erla Helgadóttir lyfti 83,5 kílóum og Sara lyfti 79,8 kílóum. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Sólveig var eina íslenska konan sem náði að lyfta 200 pundum í þessum lyfingahluta sem kom í beinu framhaldi af því að gera eins margar endurtekningar á fimmtán mínútum af fimm burpees-æfingum með upphífingum og tíu stuttum sprettum. Sólveig ofar en Björgvin Karl Sólveig er í 37. sæti og er í raun efst allra Íslendinga því langefsti íslenski karlinn, Björgvin Karl Guðmundsson, er í fimmtugasta sæti. Sólveig var í 119. sæti eftir 23.1. Björgvin Karl var í 21. sæti eftir viku eitt en dettur niður um 29 sæti á milli vikna. Það breytir þó ekki því að hann er langefstur af íslensku strákunum en næstur honum er Hafsteinn Gunnlaugsson sem er í 294. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson er síðan þriðji í 339. sætinu. Næstu íslensku konurnar á eftir Sólveigu eru Anníe Mist í 67. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem er í 80. sæti. Við teljum Katrínu auðvitað með þótt hún sé skráð sem bandarískur keppandi á þessu CrossFit tímabili. Sara féll niður um meira tvö hundruð sæti Þuríður Erla Helgadóttir var efst íslensku stelpnanna eftir viku eitt en fer nú úr ellefta sæti niður í 86. sætið. Sara fékk líka alla leið niður í 235. sæti eftir að hafa verið í fimmtánda sæti eftir viku eitt. Sara ekki lengur meðal fimm efstu íslensku stelpna ef við teljum Katrínu Tönju með í þann hóp. Hjördís Óskarsdóttir fór upp fyrir Söru í þessari viku. Hjördís er í 203. sæti. Þessi önnur vika taldi mikið því keppendur fengu stig fyrir báða hlutana. Það útskýrir því að hlut hversu miklar breytingar urðu á röð keppenda. Æfingarnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum Sjá meira