Fann að þetta yrði dagurinn sinn: „Ætlaði að gefa vinkonu minni góða fæðingargjöf" Sæbjörn Steinke skrifar 1. mars 2023 23:36 Lovís Björt Henningsdóttir átti flottan leik fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Bára Lovísa Björt Henningsdóttir átti virkilega góðan leik þegar Haukar unnu Val í toppbaráttuslag Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar unnu fjórtán stiga sigur, lokatölur 63-77. Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni. Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Lovísa skoraði átján stig í leiknum (reyndar tuttugu ef marka má skortöfluna í Origo höllinni), tók þrjú fráköst og varði eitt skot. Hún klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum og byrjaði á því að hitta úr fjórum fyrstu þriggja stiga skotum sínum í leiknum. „Ég er ánægð með mínar stelpur, við stóðum okkur vel og komum tilbúnar í þennan leik. Við vissum að Valur væri á toppnum en með sigri værum við með betri innbyrðisstöðu gegn þeim,“ sagði Lovísa, en fann hún það á sér að dagurinn í dag yrði dagurinn? „Já,vinkona mín var að eignast barn í dag og ég ætlaði að gefa henni góða fæðingargjöf. Ég var í stuði í dag, eins og allar aðrar.“ Leikurinn byrjaði 22 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Hafði sú seinkun einhver áhrif? „Nei, svo sem ekki. Það er ekkert geðveikt að vera í alltof langri upphitun en þetta breytir ekki miklu.“ Lovísa segir kröftuga byrjun hafa verið lykill að sigrinum. „Við leyfðum þeim ekki að ýta okkur, byrjuðum að ýta þeim úr sínum aðgerðum. Svo hjálpaði að við vorum að setja skotin okkar í leiðinni.“ Haukar hafa nú unnið Val þrisvar sinnum í deildinni en Valur einungis unnið einn leik milli liðanna. Gefur það Haukum eitthvað aukalega upp á mögulega viðureign í úrslitakeppninni? „Nei, úrslitaserían er einstök eins og hún er. Það er alltaf gaman og erfitt að spila hana. Þetta er ógeðslega gott lið, erum búin að mæta þeim margoft á síðustu tímabilum. Við erum tilbúnar ef við mætum þeim en maður er alltaf jafn tilbúinn í öll lið.“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var til viðtals eftir leikinn og kom inn á frammistöðu Lovísu. „Körfubolti er ekki flókin íþrótt, til að eiga góðan leik þá þarftu að skjóta boltanum vel. Við fengum góð færi á mörgum stöðum sem við nýttum vel. Lovísa er að koma úr axlarmeiðslum og er búin að vera finna smátt og smátt skotið sitt. Það hjálpaði rosalega í dag að geta teygt á vellinum,“ sagði Bjarni.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 63-77 | Haukar halda í við toppliðin Haukar unnu gríðarlega mikilvægan 14 stiga sigur er liðið heimsótti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Með sigrinum komu Haukar í veg fyrir að Valskonur myndu endurheimta toppsætið og Haukar eru nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. 1. mars 2023 00:12