Messi og Putellas valin best Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:01 Þessi þekkja fátt annað en að lyfta verðlaunagripum. Marcio Machado//Getty Images Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld. Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Fótbolti FIFA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023
Fótbolti FIFA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira