Rannsaka eigi gagnsemi þess að gefa veikasta hópnum morfín Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. febrúar 2023 19:54 Hrinda ætti af stað rannsókn hér á landi þar sem fólki með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda væri gefið morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, að mati sérfræðings í skaðaminnkun. Sambærileg viðhaldsmeðferð hafi gefið mjög góða raun í nágrannalöndum. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“ Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem lítur á neyðarskýlið Konukot sem heimili sitt og er háð morfíni. Það litla sem hún á fer í að fjármagna neysluna og stundum brýtur hún af sér til að fá efnið og komast hjá skelfilegum fráhvörfum. Maríanna segist hafa reynt flest allt til að komast á betri stað og vill helst fá lyfinu ávísað frá lækni. Forstöðukona Konukots sagðist í kvöldfréttum í vikunni handviss um að það myndi gagnast veikasta hópnum að fá aðgang að efninu. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga,“ sagði Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Á Vogi er starfrækt viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, oftast með lyfinu suboxone, sem er í töfluformi. Maríanna segist hafa reynt meðferðina, en að hún hafi ekki virkað fyrir sig. Svo virðist reyndin fyrir ákveðinn hóp fólks. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragneiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún bendir á að annars konar meðferð gæti gengið fyrir fyrrnefndan hóp. „Sú meðferð er starfrækt í Kanada, Þýskalandi, Spáni, Hollandi og Sviss og hefur meðal annars verið starfrækt í þrettán ár í Danmörku og eitt ár í Noregi. Þetta er meðferð fyrir fólk með alvarlegan og langvarandi ópíóíðavanda, afmarkaðan lítinn hóp sem hefur ekki svarað vel hefðbundinni viðhaldsmeðferð. Hópurinn kemur þá á ákveðinn stað og fær löglegt heróín og notar það undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Svala. Um sé að ræða fólk sem hafi reynt allt annað. „Búin að reyna annars konar meðferð marg oft. Búin að fara í meðferð, búin að fara í afeitranir, búin að prófa þessa hefðbundnu viðhaldsmeðferð og þá þurfum við að vera sveigjanleg og skoða hvað lönd erlendis eru að gera og hvaða meðferðir eru að sýna árangur.“ Meðferðin er einstaklingsmiðuð og fólk kemur einu sinni til þrisvar á dag á ákveðinn stað, fær efnið og notar á staðnum. Svala segir rannsóknir sýna fram á að fólkið brjóti síður af sér, enda þurfi það ekki að fjármagna neysluna, og bætta líðan. „Líkamleg heilsa hópsins verður betri. Einnig sýna rannsóknir að ákveðin geðræn einkenni og andleg líðan verður betri. Fólk kemst í meira jafnvægi og þegar fólk er i meira jafnvægi er það líklegra til að halda húsnæði, eiga samskipti við fjölskyldu og hefur meira svigrúm fyrir sig og sín áhugamál. Allt þetta hefur áhrif á það að fólk mögulega upplifir að það geti skoðað aðra möguleika í lífinu.“ Skoða hvort þetta gangi eins vel hér og erlendis Hún segir vímuefnamarkaðinn á Íslandi frábrugðinn að því leyti að fólk með mesta ópíóíðavandann er fremur að nota lyfseðilskyld lyf en heróín og telur að rannsaka eigi hvort sambærileg meðferð með notkun á morfíni gæti gefið góða raun hér á landi. „Ég held að það væri mjög mikilvægt fyrir Ísland að skoða það fyrir alvöru að setja á laggirnar rannsókn fyrir þennan afmarkaða litla hóp með mesta ópíóíðavandann. Þá myndi slíkri rannsókn vera stjórnað að erlendri fyrirmynd. Og við myndum bara skoða árangurinn og hvort þetta skili jafn góðum árangri hér á landi og það gerir í löndum erlendis.“
Kompás Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira