Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 13:26 Kristín I. Pálsdóttir ræddi málefni heimilislausra og fólks með fíknivanda í Sprengisandi í dag. visir Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“ Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“
Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira