Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 13:26 Kristín I. Pálsdóttir ræddi málefni heimilislausra og fólks með fíknivanda í Sprengisandi í dag. visir Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“ Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“
Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira