Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2023 13:02 Um 120 manns búa að staðaðaldri í Hrísey en yfir sumartímann fjölgar fólki alltaf í eyjunni, sem eiga sumarhús þar. Aðsend Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri. Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey
Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira