Margir hafa áhuga á að flytja í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2023 13:02 Um 120 manns búa að staðaðaldri í Hrísey en yfir sumartímann fjölgar fólki alltaf í eyjunni, sem eiga sumarhús þar. Aðsend Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í Hrísey og því er verið að skoða þann möguleika að byggja á nokkrum fjölbýlishúsalóðum í eyjunni til að bregðast við eftirspurninni. Um 120 íbúar búa í eyjunni að staðaldri. Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” er öflugt verkefni þar sem er meðal annars verið að vinna stefnumótun fyrir Hrísey sem ákjósanlegan búsetukost á sama tíma og það er verið að vinna greiningu á stöðu á húsnæðis- og atvinnumálum. Í framhaldi verður unnið við markaðssetningu á Hrísey sem vænlegum búsetukosti með áherslu á þá góðu grunnþjónustu sem er til staðar í Hrísey. Ásrún Ýr Gestsdóttir stýrir verkefninu. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga, fólk vill koma og prófa að búa út í eyju þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá leiguhúsnæði, svona langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hér lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlishúsalóðir en það eru áhugasamir einstaklingar, sem hafa áhuga á að byggja, þannig að við erum mjög bjartsýn á framtíðina hérna,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem stýrir verkefninu „Áfram Hrísey”.Aðsend Þannig að fólk vill flytja í Hrísey? „Já, skiljanlega, það er frábært að búa hérna. Það er stutt inn á Akureyri og inn á Dalvík ef þú þarft þjónustu. Við höfum verslun, sem er opin allt árið um kring og fyrir utan búðina þá höfum við sjálfsafgreiðslukassann, sem er alltaf opinn. Við erum með pósthúsþjónustu í búðinni, við erum með veitingastaði, við erum með frábæra sundlaug og íþróttahús og góðan skóla og leikskóla og enginn biðlisti er á leikskólann hér,” bætir Ásrún Ýr við. En hvað er hægt að bæta mörgum íbúum við eyjuna í viðbót ef það á að fara að byggja og byggja ? „Ef við erum komin með húsnæði þá er ekkert, sem ætti að stoppa okkur. Við getum alveg tekið á móti 20 til 30 manns á meðan við erum með húsnæði fyrir þau.” Frá höfninni í Hrísey.Aðsend Verkefnið Áfram Hrísey
Hrísey Akureyri Byggðamál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira