Auðvitað er Ísland ekki best í heimi! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2023 10:46 Í seríunni sem fer í loftið í kvöld heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur sem af ýmsum og ólíkum ástæðum ákváðu að prófa að búa annars staðar. „Ég trúi því varla ennþá hvurslags lán það var þegar fyrrverandi sjónvarpsstjóri var einhvern tímann á hlaupum inn á fund og henti þessari setningu í fangið á mér: „Hvar er best að búa?“. Ég held að hún hafi verið að pæla í þáttaröð um það í hvaða sveitarfélagi á Íslandi er best að búa, en einhvern veginn möndlaðist það þannig í höndunum á mér að þetta varð mun skemmtilegra djobb“ Þetta segir Lóa Pind Aldísardóttir hlæjandi en hún hefur nýverið lokið tökum á fjórðu seríu af þáttaröðinni „Hvar er best að búa?“ sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Það skemmtilegasta sem ég geri í þessu lífi er að ferðast og hitta alls konar fólk og þetta er því algjört draumadjobb fyrir manneskju eins og mig. Það er svo gaman að heimsækja fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp úr örygginu sem fylgir því að búa í sínu heimalandi - það er alltaf fólk með drifkraft. Það eru dúerar sem fara og prófa að búa annars staðar.“ Fiskur og franskar á Jótlandi Í seríunni sem fer í loftið í kvöld heimsækir Lóa ásamt Ívari Kristjáni Ívarssyni myndatökumanni fólk og fjölskyldur sem af ýmsum og ólíkum ástæðum ákváðu að prófa að búa annars staðar. Einn elti til dæmis ástina til Tel Aviv í Ísrael á meðan annar elti drauminn um að verða heimsmeistari í bardagaíþrótt til paradísareyju í Taílandi. Þorgils sem þau heimsóttu í Taílandi styrkir og þjálfar og teygir líkamann allan liðlangan daginn til að undirbúa sig fyrir bardaga í taílensku íþróttinni Muay Thai.Lóa Pind Lóa og Ívar flugu heimshorna á milli, heimsóttu fjölskyldu á La Palma, frumkvöðul og lækni í New Haven í Bandaríkjunum, fylgdust með íslenskum hjónum í stressi við að opna veitingastað með fisk og frönskum í dönsku krúttþorpi á Jótlandi, hjónum sem hafa flutt á um það bil þriggja ára fresti síðustu árin og eignast eitt barn á hverjum stað. Börnin eru orðin fimm eftir að þau hreiðruðu um sig á miðjarðarhafseyjunni Menorca. Lóa og Ívar heimsóttu líka systkini frá Dalvík sem bæði vildu freista lífsgæfunnar annars staðar. Bróðirinn innréttaði húsbíl með kærustunni og býr á flakki um Evrópu. Systirin Bylgja Babýlóns ákvað eftir krabbameinsviðvörun að reyna fyrir sér í uppistandssenunni í Skotlandi. Fiðlaraást í Ísrael Það er ekki úr vegi að spyrja Lóu hvað hafi komið henni mest á óvart á þessu flakki sínu, sem virðist engan endi ætla að taka. „Þetta var allt ótrúlega skemmtilegt fólk og brilljant að fá innsýn í svona marga ólíka geira, en Tel Aviv í Ísrael kom mér klárlega mest á óvart.“ Í Tel Aviv hittir Lóa fiðluleikarann Ara Þór Vilhjálmsson sem fann ástina í sumarfríi í borginni. Lóa og Ívar heimsóttu Ara fiðluleikara sem elti ástina til Tel Aviv í Ísrael. Tengdaforeldrar hans, sem eru gyðingar, voru svo elskulegir að leyfa okkur að mynda hefðbundna Sabbat máltíð eins og hún fer fram öll föstudagskvöld hjá þeim.Ívar „Ari er samkynhneigður og ástin í lífi hans og sambýlismaður er sonur strangtrúaðra gyðinga. Það var eitthvað mjög einkennilegt að rölta um göturnar, sjá regnbogafánann blakta víða og upplifa afslappað andrúmsloftið í þessari mörgu leyti vestrænu borg - og vera svo klukkutíma bíltúr síðar komin til Jerúsalem þar sem andrúmsloftið er allt annað en afslappað. Það var skringilegt að átta sig á að fólk gæti lifað eðlilegu lífi og í eins konar búbblu þrátt fyrir áratuga átök innan þessa trúarríkis.“ Lóa segir Sabbat, hvíldardag gyðinga, hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Óendanlega þakklát fyrir herlaust land „Ég gerði mér enga grein fyrir hversu hátíðlega hann er tekinn. Að trúaðir gyðingar kveikja hvorki né slökkva á ljósum, rafmagni, raftækjum, nota ekki lyftur, keyra ekki, fljúga ekki, frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardegi. Mér var t.d. alls ekki skemmt þegar mér var tilkynnt á hótelinu á laugardagsmorgni að kaffivélin væri ekki í notkun. Út af Sabbat. En um leið finnst mér þetta falleg hugmynd. Að þvinga fólk til að slaka á og verja tíma með fjölskyldu og vinum án áreitis frá öllum tækjunum sem stjórna lífi okkar.“ Lóa hafði aldrei áður upplifað Sabbat - hvíldardag gyðinga - og fannst hugmyndin bara býsna sniðug, að vera með þvingaðan frídag þar sem menn mega ekki keyra, fljúga, vinna og eiga bara að hvíla sig. Þar til henni var tilkynnt í morgunmatnum á laugardegi að það væri slökkt á kaffivélinni. Út af Shabbat. Og fékk hlandvolgt instant kaffi. Það má nefnilega heldur ekki kveikja og slökkva á raftækjum á Shabbat. Serían er sú fjórða í röðinni. Eftir harkið í fréttamennskunni árum saman hefur Lóa einbeitt sér að dagskrárgerð undanfarin ár og þau allra síðustu sannarlega verið á ferð og flugi. Ertu farin að geta svarað spurningunni hvar sé best að búa? Er Ísland kannski ekki best í heimi? Þau heimsóttu líka hjónin Einar og Ólöfu sem ákváðu að flytja með fjölskylduna til Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, þar sem frumkvöðlafyrirtæki Einars hefur náð að blómstra á skömmum tíma. „Auðvitað er Ísland ekki best í heimi! En það er dásamlegt samt. Þótt það sé hrjóstrugt og langt í burtu. Og sem manneskja sem hatar rok þá finnst mér þessi látlausi rammíslenski næðingur ekki lífsgæðaaukandi. En ég elska birtuna á Íslandi á fannhvítum vetrardögum og löngum sumarnóttum. Ég elska líka blíða sumardaga (þegar þeir rata til landsins) og samfélagið sem er oft eins og ein stór fjölskylda. Ég elska hvað skrifræðið er lítið og báknið einfalt og boðleiðirnar stuttar. Og ég er óendanlega þakklát fyrir að búa í herlausu landi, þar sem beiting vopnavalds er framandi,“ segir Lóa. Hún segist vel geta svarað spurningunni, fyrir sjálfa sig. Dáist að þeim sem rífa sig úr rútínunni „Ég vil búa með annan fótinn berfættan í sandölum í hita - og hinn í ullarsokkum á Íslandi. Geta farið þegar mig langar í tilbreytingu og hlýindi og komið aftur þegar ég sakna. Það er besta búsetan finnst mér - að búa í tveimur heimum,“ segir Lóa. Það sé einmitt tilfellið hjá þeim Öglu og Hafsteini sem Lóa sækir heim í fyrsta þættinum í kvöld. Fjölskyldan sem Ívar og Lóa heimsóttu á La Palma. „Nema það er einfaldara fyrir mig og manninn minn, Jónas Valdimarsson, því börnin okkar eru (næstum) uppkomin. Við getum flakkað á milli heimila í sitthvoru landinu vandræðalítið en Agla og Haffi á La Palma eiga tvær litlar dætur. Þau vilja vera í hita á veturna þar sem þau geta ræktað og skapað og bardúsað úti - en á Íslandi á sumrin.“ Það sé flókið fyrir fólk með börn á skólaaldri. Ferðataskan sem fór í land á vitlausri eyju - en kom sem betur fer áður en tökur hófust á La Palma.Lóa Pind „En þeim hefur tekist að leysa það fallega og eru þvílíkur innblástur fyrir fólk sem langar að gera eitthvað nýtt, rífa sig úr rútínunni - því þau eru bara venjulegt ungt fólk sem byrjaði með tvær hendur tómar en hafa með dugnaði og útsjónarsemi náð að skapa sér ævintýralegt líf. Þau byggðu sér fyrst hús við Hafravatn og lifðu um tíma á því að leigja það út til ferðamanna - á meðan þau fluttu til Danmerkur þar sem þau keyptu og gerðu upp hús. Og seldu það svo til að geta keypt sér húsarústir á stórri jörð á eldfjallaeyjunni La Palma. Þar hafa þau gróðursett þúsundir plantna, gert upp húsið - og eru með endalausar hugmyndir og plön um næstu verkefni. Þegar við heimsóttum þau þá bjuggu þau 4 manna fjölskylda á 37 fermetrum, sem dugði þeim vel enda verja þau mestum tíma úti við í mildu og sólríku veðurfari Kanaríeyja.“ Ströggl í betra veðri Þau séu frábært dæmi um fólk sem geri hlutina í stað þess að láta sig dreyma. „Mér fannst einmitt svo falleg tilvitnun hjá Sif Sigmarsdóttur pistlahöfundi í Fréttablaðinu í gær þar sem hún vitnar í breska sálfræðinginn Adam Phillips um að við hrærumst einhvers staðar milli lífsins sem við lifum og lífsins sem við viljum. Að tilvist okkar skiptist í tvennt - hið raunverulega líf og lífið sem við lifum aldrei en teljum að hefði getað orðið. En ég held að margir þeirra sem flytja út - séu nær því að lífinu sem þá langar í. Sem er svo kannski ekkert líkt fantasíunni sem okkur dreymdi um. Heldur bara „ströggl í betra veðri“ eins og einn viðmælanda okkar segir!““ Besti maturinn í þessari ferð var klárlega á eyjunni Koh Phangan - og kaffið unaður. Það er almennt talið að með því að heimsækja ólíka kima heimsins auðgist maður, með því að kynnast nýrri menningu og nýju fólki. Finnst þér þú hafa lært eitthvað á þessum ferðalögum? Hefur það breytt einhverju í þinni hugsun og nálgun til lífsins? „Já, ég held það bara. Fyrir það fyrsta, þá finnst mér heimurinn minni og fólkið líkara heldur en áður. Og það hefur skerpt á þeirri sannfæringu minni að maður eigi bara að láta vaða… Ég held nefnilega að það sé næstum alls staðar best að búa - maður stjórni því sjálfur, ekki umhverfið,“ segir Lóa sem sækir fróðleik í bækurnar. Með 7 manna fjölskyldu sem ákvað að flytja til Menorca. Þar þykir eðlilegt að ulla á fjölskyldumyndum. „Ég hef einmitt verið að lesa frábæra bók eftir Hans Rosling, Factfulness, þar sem hann heldur því fram að meirihluti mannkyns sé haldinn ranghugmyndum um ástandið í heiminum. Fólk haldi almennt að það sé mun stærri hluti mannkyns sem líði skort og að heimurinn sé hættulegri en hann raunverulega er. Raunin sé hins vegar sú að heimurinn batnandi fer.“ Ferðalög Íslendingar erlendis Hvar er best að búa? Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þetta segir Lóa Pind Aldísardóttir hlæjandi en hún hefur nýverið lokið tökum á fjórðu seríu af þáttaröðinni „Hvar er best að búa?“ sem fer í loftið á Stöð 2 í kvöld. „Það skemmtilegasta sem ég geri í þessu lífi er að ferðast og hitta alls konar fólk og þetta er því algjört draumadjobb fyrir manneskju eins og mig. Það er svo gaman að heimsækja fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp úr örygginu sem fylgir því að búa í sínu heimalandi - það er alltaf fólk með drifkraft. Það eru dúerar sem fara og prófa að búa annars staðar.“ Fiskur og franskar á Jótlandi Í seríunni sem fer í loftið í kvöld heimsækir Lóa ásamt Ívari Kristjáni Ívarssyni myndatökumanni fólk og fjölskyldur sem af ýmsum og ólíkum ástæðum ákváðu að prófa að búa annars staðar. Einn elti til dæmis ástina til Tel Aviv í Ísrael á meðan annar elti drauminn um að verða heimsmeistari í bardagaíþrótt til paradísareyju í Taílandi. Þorgils sem þau heimsóttu í Taílandi styrkir og þjálfar og teygir líkamann allan liðlangan daginn til að undirbúa sig fyrir bardaga í taílensku íþróttinni Muay Thai.Lóa Pind Lóa og Ívar flugu heimshorna á milli, heimsóttu fjölskyldu á La Palma, frumkvöðul og lækni í New Haven í Bandaríkjunum, fylgdust með íslenskum hjónum í stressi við að opna veitingastað með fisk og frönskum í dönsku krúttþorpi á Jótlandi, hjónum sem hafa flutt á um það bil þriggja ára fresti síðustu árin og eignast eitt barn á hverjum stað. Börnin eru orðin fimm eftir að þau hreiðruðu um sig á miðjarðarhafseyjunni Menorca. Lóa og Ívar heimsóttu líka systkini frá Dalvík sem bæði vildu freista lífsgæfunnar annars staðar. Bróðirinn innréttaði húsbíl með kærustunni og býr á flakki um Evrópu. Systirin Bylgja Babýlóns ákvað eftir krabbameinsviðvörun að reyna fyrir sér í uppistandssenunni í Skotlandi. Fiðlaraást í Ísrael Það er ekki úr vegi að spyrja Lóu hvað hafi komið henni mest á óvart á þessu flakki sínu, sem virðist engan endi ætla að taka. „Þetta var allt ótrúlega skemmtilegt fólk og brilljant að fá innsýn í svona marga ólíka geira, en Tel Aviv í Ísrael kom mér klárlega mest á óvart.“ Í Tel Aviv hittir Lóa fiðluleikarann Ara Þór Vilhjálmsson sem fann ástina í sumarfríi í borginni. Lóa og Ívar heimsóttu Ara fiðluleikara sem elti ástina til Tel Aviv í Ísrael. Tengdaforeldrar hans, sem eru gyðingar, voru svo elskulegir að leyfa okkur að mynda hefðbundna Sabbat máltíð eins og hún fer fram öll föstudagskvöld hjá þeim.Ívar „Ari er samkynhneigður og ástin í lífi hans og sambýlismaður er sonur strangtrúaðra gyðinga. Það var eitthvað mjög einkennilegt að rölta um göturnar, sjá regnbogafánann blakta víða og upplifa afslappað andrúmsloftið í þessari mörgu leyti vestrænu borg - og vera svo klukkutíma bíltúr síðar komin til Jerúsalem þar sem andrúmsloftið er allt annað en afslappað. Það var skringilegt að átta sig á að fólk gæti lifað eðlilegu lífi og í eins konar búbblu þrátt fyrir áratuga átök innan þessa trúarríkis.“ Lóa segir Sabbat, hvíldardag gyðinga, hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Óendanlega þakklát fyrir herlaust land „Ég gerði mér enga grein fyrir hversu hátíðlega hann er tekinn. Að trúaðir gyðingar kveikja hvorki né slökkva á ljósum, rafmagni, raftækjum, nota ekki lyftur, keyra ekki, fljúga ekki, frá sólsetri á föstudegi til sólseturs á laugardegi. Mér var t.d. alls ekki skemmt þegar mér var tilkynnt á hótelinu á laugardagsmorgni að kaffivélin væri ekki í notkun. Út af Sabbat. En um leið finnst mér þetta falleg hugmynd. Að þvinga fólk til að slaka á og verja tíma með fjölskyldu og vinum án áreitis frá öllum tækjunum sem stjórna lífi okkar.“ Lóa hafði aldrei áður upplifað Sabbat - hvíldardag gyðinga - og fannst hugmyndin bara býsna sniðug, að vera með þvingaðan frídag þar sem menn mega ekki keyra, fljúga, vinna og eiga bara að hvíla sig. Þar til henni var tilkynnt í morgunmatnum á laugardegi að það væri slökkt á kaffivélinni. Út af Shabbat. Og fékk hlandvolgt instant kaffi. Það má nefnilega heldur ekki kveikja og slökkva á raftækjum á Shabbat. Serían er sú fjórða í röðinni. Eftir harkið í fréttamennskunni árum saman hefur Lóa einbeitt sér að dagskrárgerð undanfarin ár og þau allra síðustu sannarlega verið á ferð og flugi. Ertu farin að geta svarað spurningunni hvar sé best að búa? Er Ísland kannski ekki best í heimi? Þau heimsóttu líka hjónin Einar og Ólöfu sem ákváðu að flytja með fjölskylduna til Bandaríkjanna í miðjum heimsfaraldri, þar sem frumkvöðlafyrirtæki Einars hefur náð að blómstra á skömmum tíma. „Auðvitað er Ísland ekki best í heimi! En það er dásamlegt samt. Þótt það sé hrjóstrugt og langt í burtu. Og sem manneskja sem hatar rok þá finnst mér þessi látlausi rammíslenski næðingur ekki lífsgæðaaukandi. En ég elska birtuna á Íslandi á fannhvítum vetrardögum og löngum sumarnóttum. Ég elska líka blíða sumardaga (þegar þeir rata til landsins) og samfélagið sem er oft eins og ein stór fjölskylda. Ég elska hvað skrifræðið er lítið og báknið einfalt og boðleiðirnar stuttar. Og ég er óendanlega þakklát fyrir að búa í herlausu landi, þar sem beiting vopnavalds er framandi,“ segir Lóa. Hún segist vel geta svarað spurningunni, fyrir sjálfa sig. Dáist að þeim sem rífa sig úr rútínunni „Ég vil búa með annan fótinn berfættan í sandölum í hita - og hinn í ullarsokkum á Íslandi. Geta farið þegar mig langar í tilbreytingu og hlýindi og komið aftur þegar ég sakna. Það er besta búsetan finnst mér - að búa í tveimur heimum,“ segir Lóa. Það sé einmitt tilfellið hjá þeim Öglu og Hafsteini sem Lóa sækir heim í fyrsta þættinum í kvöld. Fjölskyldan sem Ívar og Lóa heimsóttu á La Palma. „Nema það er einfaldara fyrir mig og manninn minn, Jónas Valdimarsson, því börnin okkar eru (næstum) uppkomin. Við getum flakkað á milli heimila í sitthvoru landinu vandræðalítið en Agla og Haffi á La Palma eiga tvær litlar dætur. Þau vilja vera í hita á veturna þar sem þau geta ræktað og skapað og bardúsað úti - en á Íslandi á sumrin.“ Það sé flókið fyrir fólk með börn á skólaaldri. Ferðataskan sem fór í land á vitlausri eyju - en kom sem betur fer áður en tökur hófust á La Palma.Lóa Pind „En þeim hefur tekist að leysa það fallega og eru þvílíkur innblástur fyrir fólk sem langar að gera eitthvað nýtt, rífa sig úr rútínunni - því þau eru bara venjulegt ungt fólk sem byrjaði með tvær hendur tómar en hafa með dugnaði og útsjónarsemi náð að skapa sér ævintýralegt líf. Þau byggðu sér fyrst hús við Hafravatn og lifðu um tíma á því að leigja það út til ferðamanna - á meðan þau fluttu til Danmerkur þar sem þau keyptu og gerðu upp hús. Og seldu það svo til að geta keypt sér húsarústir á stórri jörð á eldfjallaeyjunni La Palma. Þar hafa þau gróðursett þúsundir plantna, gert upp húsið - og eru með endalausar hugmyndir og plön um næstu verkefni. Þegar við heimsóttum þau þá bjuggu þau 4 manna fjölskylda á 37 fermetrum, sem dugði þeim vel enda verja þau mestum tíma úti við í mildu og sólríku veðurfari Kanaríeyja.“ Ströggl í betra veðri Þau séu frábært dæmi um fólk sem geri hlutina í stað þess að láta sig dreyma. „Mér fannst einmitt svo falleg tilvitnun hjá Sif Sigmarsdóttur pistlahöfundi í Fréttablaðinu í gær þar sem hún vitnar í breska sálfræðinginn Adam Phillips um að við hrærumst einhvers staðar milli lífsins sem við lifum og lífsins sem við viljum. Að tilvist okkar skiptist í tvennt - hið raunverulega líf og lífið sem við lifum aldrei en teljum að hefði getað orðið. En ég held að margir þeirra sem flytja út - séu nær því að lífinu sem þá langar í. Sem er svo kannski ekkert líkt fantasíunni sem okkur dreymdi um. Heldur bara „ströggl í betra veðri“ eins og einn viðmælanda okkar segir!““ Besti maturinn í þessari ferð var klárlega á eyjunni Koh Phangan - og kaffið unaður. Það er almennt talið að með því að heimsækja ólíka kima heimsins auðgist maður, með því að kynnast nýrri menningu og nýju fólki. Finnst þér þú hafa lært eitthvað á þessum ferðalögum? Hefur það breytt einhverju í þinni hugsun og nálgun til lífsins? „Já, ég held það bara. Fyrir það fyrsta, þá finnst mér heimurinn minni og fólkið líkara heldur en áður. Og það hefur skerpt á þeirri sannfæringu minni að maður eigi bara að láta vaða… Ég held nefnilega að það sé næstum alls staðar best að búa - maður stjórni því sjálfur, ekki umhverfið,“ segir Lóa sem sækir fróðleik í bækurnar. Með 7 manna fjölskyldu sem ákvað að flytja til Menorca. Þar þykir eðlilegt að ulla á fjölskyldumyndum. „Ég hef einmitt verið að lesa frábæra bók eftir Hans Rosling, Factfulness, þar sem hann heldur því fram að meirihluti mannkyns sé haldinn ranghugmyndum um ástandið í heiminum. Fólk haldi almennt að það sé mun stærri hluti mannkyns sem líði skort og að heimurinn sé hættulegri en hann raunverulega er. Raunin sé hins vegar sú að heimurinn batnandi fer.“
Ferðalög Íslendingar erlendis Hvar er best að búa? Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira