Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 08:37 Úr Hringadróttinssögu. Warner Bros. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira