Tveir iðnaðarmenn með brunasár en ekki í lífshættu Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2023 16:29 Reykjarmökkinn mátti sjá úr mikill fjarlægð. Aðsend Nokkrir iðnaðarmenn voru að stöfum í húsnæði Arctic Fish sem brann á Tálknafirði í morgun. Tveir þeirra hlutu brunasár og voru fluttir á sjúkrahús á Patreksfirði. Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg. Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu. Frá vettvangi upp úr hádegi.Aðsend Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig. „Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.Aðsend Slökkviliðsmenn að störfum.Aðsend Mikill reykur var inni í húsinu.Aðsend Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill.Aðsend Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum segir að meiðsl þeirra hafi ekki reynst lífshættuleg. Eldurinn varð mjög mikill og var þjóðveginum við húsnæðið lokað vegna mikillar sprengihættu sem myndaðist, þar sem nokkrir gasfylltir gámar eru á svæðinu. Frá vettvangi upp úr hádegi.Aðsend Allt tiltækt slökkvilið í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi var kallað til vegna eldsins og þar að auki fóru sex slökkviliðsmenn á tveimur bílum frá Ísafirði. Björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum aðstoðuðu einnig. „Slökkvistarfið í dag hefur verið krefjandi. En slökkviliðinu tókst að verja nærliggjandi byggingar og tanka. Því er nú að mestu lokið og ástandið orðið tryggt,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir að rannsóknarlögreglumaður sé kominn á vettvang til að rannsaka eldsvoðann og að Lögreglan á Vestfjörðum muni einnig njóta aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknina. Lögreglan segir ljóst að tjón ið sé mjög mikið. Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish, sagði í viðtali við fréttastofu fyrr í dag að húsnæðið ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Hér að neðan má sjá fleiri myndir af vettvangi. Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu.Aðsend Slökkviliðsmenn að störfum.Aðsend Mikill reykur var inni í húsinu.Aðsend Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill.Aðsend
Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tengdar fréttir Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47 Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Byggingin átti að kosta um fjóra milljarða Gert var ráð fyrir því í kostnaðaráætlun Arctic Fish að byggingin sem brann á Tálknafirði í morgun ætti að kosta um fjóra milljarða króna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins segir að nákvæmar tölur um tjón liggi ekki fyrir. 23. febrúar 2023 11:47
Tveir á slysadeild eftir eld á Tálknafirði Eldur kviknaði í húsnæði í eigu Arctic Fish í botni Tálknafjarðar í morgun. Svæðið hefur verið rýmt af lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Tveir voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 23. febrúar 2023 10:28