Leikurinn í kvöld mögulega sá síðasti en HM gæti veitt landsliðunum líflínu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 15:50 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, í Laugardalshöllinni. vísir/sigurjón Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Gaupa í Laugardalshöll í dag fyrir leikinn við heims- og Evrópumeistara Spánar, í undankeppni HM. Vegna skorts á fjármagni óttast Hannes að þetta gæti orðið síðasti landsleikur Íslands í bili. Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira