Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2023 09:52 Viðskiptamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson er forsvarsmaður Nýju vínbúðarinnar. Stöð 2 Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað fyrirtækinu að viðhafa slíka viðskiptahætti og auglýsingarnar sagðar villandi. Fram kemur að Neytendastofu hafi borist ábendingar um að á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri fullyrt að vörur félagsins væru „allt að 40% ódýrari“. Ekki væri þó tekið fram um við hvað væri átt. Yfirstrikað verð Neytendastofa hafi þá óskað eftir upplýsingum um framsetningu verðs á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar en þar sem iðulega væri birt yfirstrikað verð og svo lægra verð þar við hliðina á. Því hafi mátt ætla að verið væri að selja vörur á lækkuðu verði. Ennfremur hafi Neytendastofa gert athugasemdir við að vörur hefðu verið auglýstar í takmörkuðu magni án þess að tilgreint hefði verið nákvæmlega hvaða vörur væru boðnar til sölu í takmörkuðu magni eða hversu mikið af vörunni eða vörunum hafi verið í boði. Verið að bera saman við verð í Vínbúðinni Í svörum Nýju vínbúðarinnar kom fram að yfirstrikað verð á heimasíðu hennar væri verð í Vínbúðum ÁTVR og því væri verið að bera saman verð Nýju vínbúðarinnar við verð í verslunum ÁTVR, eina samkeppnisaðila félagsins á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Vildi Nýja vínbúðin meina að vísun í „allt að 40% ódýrari“ væri því ekki vísun í afslátt heldur væri þetta verð í verslunum ÁTVR borið saman við verð í vefverslun félagsins. Þegar kemur að takmörkuðu magni þá hafi það fyrst og fremst verið sett fram um ýmsar vörur sem framleiddar séu í takmörkuðu upplagi. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að telja neytendum trú um að þeir væru að kaupa vörur á lægra verði en þær hafi áður verið seldar á hjá Nýju Vínbúðinni. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem ekki voru færðar sönnur á fullyrðinguna. Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur sé um að ræða eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir á vef Neytendastofu. Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað fyrirtækinu að viðhafa slíka viðskiptahætti og auglýsingarnar sagðar villandi. Fram kemur að Neytendastofu hafi borist ábendingar um að á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri fullyrt að vörur félagsins væru „allt að 40% ódýrari“. Ekki væri þó tekið fram um við hvað væri átt. Yfirstrikað verð Neytendastofa hafi þá óskað eftir upplýsingum um framsetningu verðs á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar en þar sem iðulega væri birt yfirstrikað verð og svo lægra verð þar við hliðina á. Því hafi mátt ætla að verið væri að selja vörur á lækkuðu verði. Ennfremur hafi Neytendastofa gert athugasemdir við að vörur hefðu verið auglýstar í takmörkuðu magni án þess að tilgreint hefði verið nákvæmlega hvaða vörur væru boðnar til sölu í takmörkuðu magni eða hversu mikið af vörunni eða vörunum hafi verið í boði. Verið að bera saman við verð í Vínbúðinni Í svörum Nýju vínbúðarinnar kom fram að yfirstrikað verð á heimasíðu hennar væri verð í Vínbúðum ÁTVR og því væri verið að bera saman verð Nýju vínbúðarinnar við verð í verslunum ÁTVR, eina samkeppnisaðila félagsins á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Vildi Nýja vínbúðin meina að vísun í „allt að 40% ódýrari“ væri því ekki vísun í afslátt heldur væri þetta verð í verslunum ÁTVR borið saman við verð í vefverslun félagsins. Þegar kemur að takmörkuðu magni þá hafi það fyrst og fremst verið sett fram um ýmsar vörur sem framleiddar séu í takmörkuðu upplagi. „Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju Vínbúðarinnar væri til þess fallin að telja neytendum trú um að þeir væru að kaupa vörur á lægra verði en þær hafi áður verið seldar á hjá Nýju Vínbúðinni. Með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem ekki voru færðar sönnur á fullyrðinguna. Þá hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar brotið gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur sé um að ræða eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar að viðhafa ofangreinda viðskiptahætti,“ segir á vef Neytendastofu.
Auglýsinga- og markaðsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira