„Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 23:30 Pep Guardiola var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með frammistöðu Manchester City gegn RB Leipzig í kvöld en kaflaskiptum leik lauk með 1-1 jafntefli. Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Sjá meira
Manchester City var sterkari aðilinn í upphafi leiks í kvöld og Riyad Mahrez kom liðinu yfir á 27.mínútu eftir mistök í vörn Leipzig. Fyrri hálfleikurinn var eign City en gestirnir lentu í meiri vandræðum eftir hlé. „Þeir pressuðu okkur framarlega og við lentum í vandræðum með að byggja upp sóknir. Eftir markið gátum við setið aðeins til baka en við komum til baka og náðum góðum síðustu 15-20 mínútum,“ sagði Guardiola í viðtali við BT Sport eftir leikinn í kvöld. „Við fengum góð færi í báðum hálfleikjum og úrslitin munu ráðast í Manchester.“ Guardiola sagðist þó vera ánægður með frammistöðu City liðsins í kvöld og ekki bara fyrri hálfleikinn. Það virtist fara í taugarnar á Guardiola hvernig blaðamaður BT Sport orðaði spurningu sína um frammistöðu liðsins. „Ég er ánægður með allan leikinn, ekki bara fyrri hálfleikinn.“ Hvað hélstu? Að við fengjum bara einhvern vinalegan leik hér í kvöld. Hvað hefur þú fjallað um marga leiki?,“ spurði Guardiola og fékk þau svör frá blaðamanninum að hann vissi að RB Leipzig væri með gott lið. „Bjóst fólk við að við myndum vinna 5-0? Það er ekki raunveruleikinn, þetta er keppni og mörg góð lið fallin úr leik. Við erum að spila fjóra leiki á tíu dögum og þetta er erfitt með ferðalögum. Við erum gott lið og gerum góða hluti og höldum því áfram. Ef fólk heldur að við komum hingað og vinnum 4-0, afsakið en við getum það ekki.“ Það vakti athygli að Guardiola gerði enga skiptingu í leiknum og menn eins og Phil Foden og Julian Alvarez sátu á varamannabekknum allan leikinn. „Mér fannst liðið gott. að lokum ákvað ég að halda áfram með þetta lið. Bernardo (Silva) var með góða stjórn á miðjunni og við þurftum þess.“ Guardiola var spurður um vítaspyrnu sem City hefði mögulega getað fengið í lok leiks þegar Benjamin Heinrichs fékk boltann í höndina í teignum. „Eins og ég sagði við samstarfsmann þinn um markið hjá Gvardiol og mögulega vítaspyrnu þá sá ég það ekki. Ég get ekki tjáð mig en ég veit hvað gerðist í þessum atvikum.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó