„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. vísir/Arnar Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“ Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“
Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira