Kynnarnir á Eurovision í Liverpool kynntir til leiks Atli Ísleifsson, Kristín Ólafsdóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 22. febrúar 2023 09:11 Breska leikkonan Hannah Waddingham, sem þekkt er úr þáttunum Ted Lasso, er í hópi kynnanna á Eurovision. EPA Breska söng- og leikkonan Hannah Waddingham verður kynnir Eurovision-söngvakeppninnar sem fram fer í Liverpool í Bretlandi í maí, ásamt söngkonunum Alesha Dixon og Juliu Sanina. Sú síðastnefnda er frá Úkraínu, sigurvegara Eurovision í fyrra. Þríeykið mun kynna undanúrslitakvöldin tvö sem fram fara 9. og 11. maí næstkomandi. Írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætist í hópinn á úrslitakvöldinu, laugardaginn 13. maí. Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu þann 11. maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið á fyrri hluta kvöldsins. Framlagið verður valið í Söngvakeppni sjónvarpsins laugardaginn 4. mars. Introducing Liverpool s new Fab Four Your #Eurovision2023 hosts are: Graham Norton Hannah Waddingham Julia Sanina Alesha DixonRead all about them here: https://t.co/bAKRjTrTnL pic.twitter.com/tzCiMWPHUh— Eurovision Song Contest (@Eurovision) February 22, 2023 Ted Lasso, Game of Thrones og Sex Education Hanna Waddingham er í dag hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Welton í þáttunum Ted Lasso. Waddingham vann Emmy-verðlaun fyrir það hlutverk árið 2021. Eflaust kannast einhverjir aðdáendur Netflix-þáttanna Sex Education einnig við Waddingham þar sem hún leikur Sofia Marchetti, aðra af mæðrum sundkappans Jackson, í þáttunum. Glöggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna gætu einnig kannast við leikkonuna. Henni bregður fyrir í alls átta þáttum sem nunnan Septa Unella. Minnistæðasta senan hennar er líklega þegar hún hringir bjöllu og kallar „shame!“ á eftir Cersei Lannister. Tónlistarkona og dómari Alesha Dixon skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin sem einn meðlima þríeykisins Mis-Teeq. Þegar meðlimir Mis-Teeq héldu hver í sína áttina hóf Dixon sólóferil. Ferillinn gekk ekki alveg upp eins og í sögu til að byrja með en með tímanum fóru hjólin hjá henni að snúast. Alesha Dixon.Getty/Karwai Tang Árið 2007 kom hún, sá og sigraði raunveruleikadansþáttinn Strictly Come Dancing. Í kjölfarið fékk hún plötusamninga og komst á vinsældarlista, bæði í Evrópu og í Ástralíu. Árið 2009 var hún svo dómari í raunveruleikaþáttunum sem hún hafði sigrað tveimur árum áður. Hún yfirgaf raunveruleikaþættina til að sitja í dómnefndinni í enn vinsælli þáttum, Britain's Got Talent. Síðan þá hefur hún verið dómari í Australia's Got Talent og America's Got Talent: The Champions. Hún var einnig gestadómari í einum þætti af RuPaul's Drag Race UK. Halda ekki keppnina en eru með kynni Bretar eru í hlutverki gestgjafa í ár þrátt fyrir úkraínskan sigur í fyrra. Þeir síðarnefndu gáfu keppnina frá sér vegna innrásar Rússa inn í landið. Þó svo að Úkraína geti ekki haldið keppnina verður samt einn af kynnunum frá þeim, Julia Sanina. Julia Sanina á tónleikum The Hardkiss.Getty/Alexandr Gusev Sanina er söngkona í úkraínsku rokkhljómsveitinni The Hardkiss. Hljómsveitin hefur náð ágætum árangri, sérstaklega í heimalandinu þar sem hún hefur unnið nokkur verðlaun. Líkt og Dixon þá hefur Sanina einnig setið í dómarasætinu. Árið 2016 varð hún einn af fjórum dómurum í úkraínsku útgáfunni af X-Factor. Líkti Elísabetu við prinsessu Sem fyrr segir mun írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætast í hópinn á úrslitakvöldinu. Norton er líklegast sá sem þekkir Eurovision hvað best. Hann hefur lýst keppninni í Bretlandi síðan árið 2009 og er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar. Graham Norton er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar.Getty/David M. Benett Þá vakti það nokkra athygli hér á landi þegar hann líkti Elísabetu Eyþórsdóttur, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu í fyrra, við bresku prinsessuna Beatrice. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin, flott hjá henni að láta sjá sig,“ sagði Norton þegar Systur fluttu lagið sitt í Ítalíu í fyrra. Eurovision Bretland England Hollywood Tengdar fréttir Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Sjá meira
Þríeykið mun kynna undanúrslitakvöldin tvö sem fram fara 9. og 11. maí næstkomandi. Írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætist í hópinn á úrslitakvöldinu, laugardaginn 13. maí. Ísland mun keppa á seinna undankvöldinu þann 11. maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið á fyrri hluta kvöldsins. Framlagið verður valið í Söngvakeppni sjónvarpsins laugardaginn 4. mars. Introducing Liverpool s new Fab Four Your #Eurovision2023 hosts are: Graham Norton Hannah Waddingham Julia Sanina Alesha DixonRead all about them here: https://t.co/bAKRjTrTnL pic.twitter.com/tzCiMWPHUh— Eurovision Song Contest (@Eurovision) February 22, 2023 Ted Lasso, Game of Thrones og Sex Education Hanna Waddingham er í dag hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Rebecca Welton í þáttunum Ted Lasso. Waddingham vann Emmy-verðlaun fyrir það hlutverk árið 2021. Eflaust kannast einhverjir aðdáendur Netflix-þáttanna Sex Education einnig við Waddingham þar sem hún leikur Sofia Marchetti, aðra af mæðrum sundkappans Jackson, í þáttunum. Glöggir aðdáendur Game of Thrones þáttanna gætu einnig kannast við leikkonuna. Henni bregður fyrir í alls átta þáttum sem nunnan Septa Unella. Minnistæðasta senan hennar er líklega þegar hún hringir bjöllu og kallar „shame!“ á eftir Cersei Lannister. Tónlistarkona og dómari Alesha Dixon skaust upp á stjörnuhimininn í kringum aldamótin sem einn meðlima þríeykisins Mis-Teeq. Þegar meðlimir Mis-Teeq héldu hver í sína áttina hóf Dixon sólóferil. Ferillinn gekk ekki alveg upp eins og í sögu til að byrja með en með tímanum fóru hjólin hjá henni að snúast. Alesha Dixon.Getty/Karwai Tang Árið 2007 kom hún, sá og sigraði raunveruleikadansþáttinn Strictly Come Dancing. Í kjölfarið fékk hún plötusamninga og komst á vinsældarlista, bæði í Evrópu og í Ástralíu. Árið 2009 var hún svo dómari í raunveruleikaþáttunum sem hún hafði sigrað tveimur árum áður. Hún yfirgaf raunveruleikaþættina til að sitja í dómnefndinni í enn vinsælli þáttum, Britain's Got Talent. Síðan þá hefur hún verið dómari í Australia's Got Talent og America's Got Talent: The Champions. Hún var einnig gestadómari í einum þætti af RuPaul's Drag Race UK. Halda ekki keppnina en eru með kynni Bretar eru í hlutverki gestgjafa í ár þrátt fyrir úkraínskan sigur í fyrra. Þeir síðarnefndu gáfu keppnina frá sér vegna innrásar Rússa inn í landið. Þó svo að Úkraína geti ekki haldið keppnina verður samt einn af kynnunum frá þeim, Julia Sanina. Julia Sanina á tónleikum The Hardkiss.Getty/Alexandr Gusev Sanina er söngkona í úkraínsku rokkhljómsveitinni The Hardkiss. Hljómsveitin hefur náð ágætum árangri, sérstaklega í heimalandinu þar sem hún hefur unnið nokkur verðlaun. Líkt og Dixon þá hefur Sanina einnig setið í dómarasætinu. Árið 2016 varð hún einn af fjórum dómurum í úkraínsku útgáfunni af X-Factor. Líkti Elísabetu við prinsessu Sem fyrr segir mun írski þáttastjórnandinn Graham Norton bætast í hópinn á úrslitakvöldinu. Norton er líklegast sá sem þekkir Eurovision hvað best. Hann hefur lýst keppninni í Bretlandi síðan árið 2009 og er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar. Graham Norton er þekktur fyrir meinfýsnar lýsingar sínar.Getty/David M. Benett Þá vakti það nokkra athygli hér á landi þegar hann líkti Elísabetu Eyþórsdóttur, sem spilaði á bassa í íslenska atriðinu í fyrra, við bresku prinsessuna Beatrice. „Beatrice prinsessa ákvað að vera með svona í lokin, flott hjá henni að láta sjá sig,“ sagði Norton þegar Systur fluttu lagið sitt í Ítalíu í fyrra.
Eurovision Bretland England Hollywood Tengdar fréttir Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Sjá meira
Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. 31. janúar 2023 19:40