Katrín Tanja ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir nú fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsleikunum samkvæmt skráningu hennar hjá CrossFit samtökunum. Instagram/@katrintanja Fyrsta vika The Open er nú að baki og keppendur hafa skilað inn æfingum sínum úr 23.1 og um leið vitum við stöðu okkar fólks í þessum fyrsta hluta. Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira