Katrín Tanja ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2023 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir keppir nú fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsleikunum samkvæmt skráningu hennar hjá CrossFit samtökunum. Instagram/@katrintanja Fyrsta vika The Open er nú að baki og keppendur hafa skilað inn æfingum sínum úr 23.1 og um leið vitum við stöðu okkar fólks í þessum fyrsta hluta. Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Árangurinn verður reyndar ekki endalega staðfestur fyrr en í kvöld og því gætu orðið einhverjar breytingar á sætum íslenska fólksins. Þuríður Erla Helgadóttir náði bestum árangri íslenskra kvenna á heimsleikunum á síðasta ári og hún byrjar líka best af okkar konum í undankeppni næstu heimsleika. Katrína Tanja Davíðsdóttir með bandaríska fánann við nafnið sitt.Heimasíða CrossFit Þuríður Erla endaði í 11. sætinu með 253 endurtekningar, fjórum sætum á undan Söru Sigmundsdóttur sem er að koma sterka til baka eftir erfið ár. Sara náði 250 endurtekningum sem skilar henni í 15 sætið. Anníe Mist Þórisdóttir er síðan þriðja af íslensku konunum en hún varð í 37. sæti með 239 endurtekningar. Sólveig Sigurðardóttir, sem komst á heimsleikana í fyrra, er í fjórða sæti af íslensku stelpunum en í 121. sæti samanlagt með 225 endurtekningar. Katrín Tanja Davíðsdóttir telst nú keppa fyrir hönd Bandaríkjanna og er því ekki lengur með íslenska fánann við nafnið sitt á úrslitasíðu CrossFit samtakanna. Katrín Tanja er flutt til Bandaríkjanna á ný og hefur einnig sótt um bandarískt ríkisfang. Hún fékk líka leyfi frá CrossFit samtökunum að fara í gegnum undankeppni Norður-Ameríku og sleppur þar með við langt ferðalag til Evrópu á undanúrslitamótið. Það er sú röðun sem ræður því að hún keppir fyrir hönd Bandaríkjanna en ekki fyrir hönd Íslands á þessu heimsleikatímabili. Katrín er í 215. sæti eftir þennan fyrsta hluta en hún náði 216 endurtekningum. Hún er fimmta af íslensku konunum en í 96. sæti af konum í Bandaríkjunum. Björgvin Karl Guðmundsson er eins og vanalega langefstur af íslensku strákunum. Björgvin Karl varð í 21. sæti með 291 endurtekningu en næsti íslenski karlinn er Hafsteinn Gunnlaugsson í 550. sæti með 251 endurtekningu. Þriðji Íslendingurinn er síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem varð í 690. sæti með 247 endurtekningar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira