„Þykir vænt um Val og á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. febrúar 2023 23:00 Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var orðlaus yfir frammistöðu Vals og þeirri staðreynd að Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. „Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Ég er orðlaus bara. Bæði yfir húsinu og frammistöðu liðsins. Undirbúningurinn var fáránlega góður og það sem við lögðum í þetta var mjög gott,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson og hélt áfram. „Það er yndislegt að vera að þjálfa þetta lið og forréttindi fyrir mig sem er uppalinn hérna. Mér þykir vænt um Val og ég á erfitt með að lýsa því hversu stoltur ég er af þessu.“ Snorri var afar ánægður með spilamennsku Vals og hvernig leikplanið gekk upp. „Mér fannst okkar leikplan ganga upp. Við fengum þau hraðaupphlaup sem við vildum og þeir áttu í vandræðum með það. Auðvitað vorum við inn á milli í vandræðum með línuna en Björgvin [Páll Gústavsson] var sturlaður í markinu svo það kom ekki að sök.“ Í dag var tilkynnt að Guðmundur Guðmundsson væri sem hættur sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson hefur verið orðaður við starfið en vildi lítið tjá sig um það. „Mér finnst þetta ekki vera tíminn til að ræða þetta. Þessar fréttir komu rétt fyrir leik og ég vil byrja á að segja takk fyrir Gummi og hann á fullt í mér sem þjálfara. Hitt er seinni tíma umræða.“ Valur tryggði sér í kvöld farseðilinn í 16-liða úrslit en það er einn leikur eftir í riðlakeppninni og Snorri ætlaði að reyna að halda liðinu niður á jörðinni. „Það er leikur á föstudaginn á móti ÍR. Það verður verk að ná mönnum niður og einbeita sér að næsta leik gegn ÍR. Ég er ekki með stöðuna í riðlinum á hreinu og það mun koma í ljós hvernig við nálgumst leikinn gegn Ystad,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira