„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. vísir/Arnar Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira