Feðgamyndin frá New York sem endaði óvart í Góða hirðinum Máni Snær Þorláksson skrifar 21. febrúar 2023 14:36 Magnús Már ætlar að passa vel upp á myndina þegar hann fær hana aftur. Vísir/Aðsend/Facebook „Hver hendir þrívíddar fjölskyldumyndinni sinni?“ spurði kona að nafni Aldís í færslu á Facebook á dögunum. Svarið við þeirri spurningu er Magnús Már Kristinsson. Hann ætlaði þó ekki að gefa myndina frá sér þar sem honum þykir afar vænt um hana. Dóttir Aldísar, sem er á táningsaldri, fann myndina í Góða hirðinum fyrir síðustu jól. Hún ákvað að festa kaup á henni og gefa bestu vinkonu sinni hana í jólagjöf. „Svona er auðvitað brjálæðislega fyndið!“ segir Aldís í athugasemd við færsluna sem hún birti. Magnús skrifaði athugasemd við færslu Aldísar og sagði að hann væri á myndinni ásamt föður sínum og bróðir. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna myndin fór úr hans umsjá. Feðgamyndin sem dóttir Aldísar keypti í Góða hirðinum.Facebook Enginn veit hvernig myndin endaði í Góða hirðinum „Ég er nú ekki alveg viss af hverju þessu var hent,“ segir Magnús, bruggari hjá Malbygg, í samtali við fréttastofu. Magnús veit ekki nákvæmlega hvernig myndin endaði í Góða hirðinum.Aðsend Magnús er þó með kenningu. Hann telur að myndin hafi ratað í Góða hirðinn eftir tiltektir heima hjá sér og foreldrum sínum. „Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta komst þangað,“ segir hann. „Ég hef nú eitthvað verið að taka til heima. Það er líklegast að ég hafi komið einhverjum kassa til mömmu og pabba með einhverju dóti sem þau áttu og að ég hafi rekið mig í þetta og þetta hafi dottið ofan í kassann. Þetta hafi endað hjá þeim en þau ætluðu ekki að henda þessu heldur. Þetta hefur einhvern veginn óvart verið í einhverjum kassa sem þau hafa óvart tekið og farið með í Góða hirðinn.“ Það kom því Magnúsi á óvart þegar hann komst að því að myndin hafi farið í Góða hirðinn: „Svo var ég bara uppi í sófa og fékk senda mynd: „Er þetta þú?“ Guð minn góður, þetta var uppi á hillu hjá mér bara áðan, fannst mér.“ Sanngjörn vöruskipti á döfinni Aldís sagði í gríni við Magnús að myndin væri föl fyrir tíu þúsund krónur. „Djók! Þau mega ná í það þegar þau vilja,“ sagði hún. Magnús vildi þó ekki taka myndina án þess að gefa þeim neitt í staðinn. „Við gerum dóttir þinni góðan díl, win win dæmi!“ sagði hann. „Er með málverk af frænda mínum sem ég get komið með og skipt við hana eða merktar servéttur úr fermingunni minni til dæmis.“ Magnús segir í samtali við fréttastofu að hann og Aldís eigi eftir að mæla sér mót saman. Verið sé að reyna að finna rétta hlutinn svo hægt sé að gera sanngjörn vöruskipti. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað álíka fyndið til að gefa henni í staðinn. Þannig sagan endi eins fáránlega og hún byrjaði.“ Myndin fer í læstan skáp Í upphaflegu færslunni spurði Aldís ekki bara hver myndi henda svona mynd heldur einnig hverjum dettur í hug að kaupa mynd sem þessa. Magnús segir að myndin hafi verið keypt þegar þeir feðgar voru staddir í New York árið 2007. „Þetta var bara einhver götusali sem var með eitthvað tæki og var að „lasersjóða“ þetta inn í glerkubba. Hann tók skanna af andlitinu okkar, svo tók þetta bara tíu mínútur, korter. Þetta var bara einhver gæi.“ Ljóst er að Magnús ætlar sér ekki að leyfa þessari mynd að sleppa frá sér aftur: „Þetta fer bara inn í læstan skáp inni í stofu,“ segir hann. „Það verður haldið vel utan um þetta því mér þykir mjög vænt um þessa mynd.“ Sorpa Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Dóttir Aldísar, sem er á táningsaldri, fann myndina í Góða hirðinum fyrir síðustu jól. Hún ákvað að festa kaup á henni og gefa bestu vinkonu sinni hana í jólagjöf. „Svona er auðvitað brjálæðislega fyndið!“ segir Aldís í athugasemd við færsluna sem hún birti. Magnús skrifaði athugasemd við færslu Aldísar og sagði að hann væri á myndinni ásamt föður sínum og bróðir. Hann kvaðst ekki vita hvers vegna myndin fór úr hans umsjá. Feðgamyndin sem dóttir Aldísar keypti í Góða hirðinum.Facebook Enginn veit hvernig myndin endaði í Góða hirðinum „Ég er nú ekki alveg viss af hverju þessu var hent,“ segir Magnús, bruggari hjá Malbygg, í samtali við fréttastofu. Magnús veit ekki nákvæmlega hvernig myndin endaði í Góða hirðinum.Aðsend Magnús er þó með kenningu. Hann telur að myndin hafi ratað í Góða hirðinn eftir tiltektir heima hjá sér og foreldrum sínum. „Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta komst þangað,“ segir hann. „Ég hef nú eitthvað verið að taka til heima. Það er líklegast að ég hafi komið einhverjum kassa til mömmu og pabba með einhverju dóti sem þau áttu og að ég hafi rekið mig í þetta og þetta hafi dottið ofan í kassann. Þetta hafi endað hjá þeim en þau ætluðu ekki að henda þessu heldur. Þetta hefur einhvern veginn óvart verið í einhverjum kassa sem þau hafa óvart tekið og farið með í Góða hirðinn.“ Það kom því Magnúsi á óvart þegar hann komst að því að myndin hafi farið í Góða hirðinn: „Svo var ég bara uppi í sófa og fékk senda mynd: „Er þetta þú?“ Guð minn góður, þetta var uppi á hillu hjá mér bara áðan, fannst mér.“ Sanngjörn vöruskipti á döfinni Aldís sagði í gríni við Magnús að myndin væri föl fyrir tíu þúsund krónur. „Djók! Þau mega ná í það þegar þau vilja,“ sagði hún. Magnús vildi þó ekki taka myndina án þess að gefa þeim neitt í staðinn. „Við gerum dóttir þinni góðan díl, win win dæmi!“ sagði hann. „Er með málverk af frænda mínum sem ég get komið með og skipt við hana eða merktar servéttur úr fermingunni minni til dæmis.“ Magnús segir í samtali við fréttastofu að hann og Aldís eigi eftir að mæla sér mót saman. Verið sé að reyna að finna rétta hlutinn svo hægt sé að gera sanngjörn vöruskipti. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað álíka fyndið til að gefa henni í staðinn. Þannig sagan endi eins fáránlega og hún byrjaði.“ Myndin fer í læstan skáp Í upphaflegu færslunni spurði Aldís ekki bara hver myndi henda svona mynd heldur einnig hverjum dettur í hug að kaupa mynd sem þessa. Magnús segir að myndin hafi verið keypt þegar þeir feðgar voru staddir í New York árið 2007. „Þetta var bara einhver götusali sem var með eitthvað tæki og var að „lasersjóða“ þetta inn í glerkubba. Hann tók skanna af andlitinu okkar, svo tók þetta bara tíu mínútur, korter. Þetta var bara einhver gæi.“ Ljóst er að Magnús ætlar sér ekki að leyfa þessari mynd að sleppa frá sér aftur: „Þetta fer bara inn í læstan skáp inni í stofu,“ segir hann. „Það verður haldið vel utan um þetta því mér þykir mjög vænt um þessa mynd.“
Sorpa Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Góð tannheilsa er hluti af hamingju og heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira