Þarf stórfellt átak ríkis og sveitarfélaga fyrir heimilislausa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 12:43 Elísabet Brynjarsdóttir var verkefnastýra Frú Ragnheiðar en er nú í framhaldsnámi í hjúkrun í Kanada. Hún segir augljóst að gera þurfi betur í málum heimilislausra. mynd/aðsend Það vantar stórfellt og samræmt átak ríkis og sveitarfélaga í málefnum heimilislausra að mati hjúkrunarfræðings. Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Í Kompás sem birtist á Vísi í morgun fá áhorfendur innsýn í daglegt líf heimilislausra og kynnast þeim Maríönnu og Ragnari. Hátt í eitt hundrað konur eru heimilislausar á Íslandi og Maríanna er ein þeirra sem lítur á Konukot sem heimili sitt. Þegar Konukoti er lokað á morgnana leitar Maríanna athvarfs í Skólinu, þar sem konur í svipaðri stöðu geta varið deginum. Það er hins vegar bara opið hluta úr degi og ekki um helgar og því drepur hún einnig tímann á bókasafni þar til Konukot opnar aftur síðdegis. Það litla sem hún á fer síðan í að nálgast morfín á svörtum markaði til að komst hjá hræðilegum fráhvörfum. Í Kompás lýsir Maríanna því að mannúð skorti í þessi málefni. Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað lengi með heimilislausum og var verkefnastýra frú Ragnheiðar - sem sinnir skaðaminnkun. Rætt var við Elísabetu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún telur að lyfta þurfi grettistaki til að mæta gríðarlegum áskorunum í málaflokknum. „Það þyrfti samræmt átak ríkis og sveitarfélaga til að taka á þessum málaflokki,“ segir Elísabet. „Það vantar að taka heildrænt utan um einstaklinga sem eru með fjölþættan vanda og eru að upplifa svona margar áskoranir í sínu lífi. Ég trúi, og samkvæmt rannsóknum líka, að það geti gengið gríðarlega vel fyrir fólk, sama hvort þau eru að greinast með hjartasjúkdóma eða krabbamein, að það sé einhver ákveðin miðstöð sem heldur utan um þín mál.“ „Sveitarfélög þurfa að stíga fastar niður fæti og ríkið þarf að koma sterkar inn í,“ segir Elísabet. Afleiðing af heimsfaraldri? Óvenju margar konur hafa leitað í Konukot í vetur og úrræðið er yfirfullt flestar nætur, líkt og gistiskýlin fyrir karla á Granda og á Lindargötu. Elísabet hefur verið í framhaldsnámi í Vancouver í Kanada og segir að staðan hafi verið að þyngjast mikið þar. Líkt og Maríanna lýsir í Kompás að hafi verið að gerast hér. „Samkvæmt rannsóknum þar úti er verið að tengja þetta við afleiðingar af heimsfaraldrinum og efnahagsmálum. Þetta er að bitna oft verst á einstaklingum sem höfðu ekki mikið á milli handanna fyrir og eru að upplifa áföll aftur eða að missa eitthvað frá sér,“ segir Elísabet. „Það ætti að vera auðveldara á minna landi að gera betur. Ég vil allavega trúa því að það ætti að vera hægt að grípa inn í á Íslandi.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira