Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 15:31 Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun