„Það á enginn þetta skilið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 19:15 Systkinin Sigurrós Yrja Jónsdóttir og Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Aðsend Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta. Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17