Sagði skilið við viðskiptafræðina og fékk hæstu einkunn í hjúkrunarfræði Máni Snær Þorláksson skrifar 18. febrúar 2023 10:54 Kristófer Kristófersson útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði. Bylgjan Þrátt fyrir að vera kominn með B.S. og Master í viðskiptafræði og vinnu í faginu ákvað Kristófer Kristófersson að setjast aftur á skólabekk. Í þetta skiptið var það hjúkrunarfræðin sem heillaði hann. Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Það er óhætt að segja að hjúkrunarfræðinámið hafi gengið vel en hann fékk hæstu einkunn sem nokkur hefur fengið í faginu hér á landi. „Mér var sagt það allavega,“ sagði Kristófer í viðtali í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni. „Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki alltaf búinn að vera svolítið óákveðinn,“ þegar hann var spurður hvers vegna hann ákvað að fara í hjúkrunarfræðina. Móðir Kristófers er hjúkrunarfræðingur og telur hann að það hafi haft áhrif á sig. „Þetta kannski blundaði einhvers staðar í manni,“ segir hann. Grunnlaunin lægri en í viðskiptafræðinni Stjórnendur þáttarins spurðu Kristófer hvort einkuninn hafi ekki áhrif á kjörin hans en hann sagði þó að svo væri ekki. „Sem ríkisstarfsmaður dett ég bara inn í reit í Excel-skjali í launatöflu.“ Einnig var rætt hvort laun hjúkrunarfræðings væru ekki lægri en hjá viðskiptafræðingi. „Það má kannski segja að grunnlaunin séu örugglega lægri hjá hjúkrunarfræðingum en viðskiptafræðingum almennt,“ sagði Kristófer við því. „Svo fer þetta eftir starfsreynslu en maður getur náttúrulega bara unnið mikið í hverju sem er. Vaktavinna, það eru laun í því, en það geta ekki allir unnið vaktavinnu.“ Ekki búinn að velja sérhæfingu Kristófer er ekki búinn að ákveða í hverju hann ætlar að sérhæfa sig. „Það eru kannski ekki margir sem vita það en það er hægt að sérhæfa sig í alls konar í hjúkrunarfræði. Það er á Íslandi og erlendis líka í boði alls konar framhaldsnám þar sem er hægt að sérhæfa sig,“ segir hann. Undanfarin þrjú ár er Kristófer búinn að vinna á geðsviði Landspítalans. Hann segist hafa ánægju af því starfi en þó er hann ekki búinn að formlega sérhæfa sig í því eða neinu öðru. „Ég er nú búinn að fara víðs vegar um spítalann í verknámi og ég er ekkert að segja að ég sé 100 prósent ákveðinn í að vera á geðsviði alla tíð. En mér finnst það mjög gaman.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira